Erlent

Neyðarfundur í Úkraínu

Nú stendur yfir neyðarfundur á úkraínska þinginu, sem boðað var til vegna forsetakosninganna sem fóru fram á sunnudaginn. Talsmaður þingsins sagði að það væri ósiðlegt af þingmönnum að láta eins og allt væri með felldu í landinu og sjálfstæðis þess vegna væri algerlega lífsnauðsynlegt að kryfja framkvæmd kosninganna til mergjar. Það voru liðsmenn stjórnarandstæðingsins Yuschenko, sem fóru fram á að fundurinn yrði haldinn, en tugir þúsunda stuðningsmanna hans hafa hópast saman á götum úti í Kænugarði, til að mótmæla úrslitum kosninganna. Samkvæmt fréttastofu CNN taka hátt í 200 þúsund manns þátt í mótmælum víðs vegar um Úkraínu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×