Erlent

Stóð til að sprengja upp turna

Öryggisyfirvöld í Bretlandi segja að staðið hafi til að gera hryðjuverk á Canary-turnana í London, en komið hafi verið í veg fyrir það. Dagblaðið Daily Mail greinir frá því í dag að hryðjuverkamenn tengdir Al-Qaeda samtökunum hafi ætlað sér að granda flugvélum á turnunum þremur með svipuðum hætti og gert var við tvíburaturnana í New York. Heimildarmaður innan leyniþjónustunnar segir að hryðjuverkamennirnir hafi verið komnir vel á veg í flugþjálfun þegar upp um fyrirætlanirnar komst. Ekki er nánar greint frá því hve langt áætlunin hafi verið á veg komin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×