Erlent

Ekki staðið við loforð

Háttsettur aðstoðarmaður klerksins Muqtada al-Sadr, sakar írösk stjórnvöld um að ganga gegn samningi sem gerður var í ágúst til að ljúka bardögum í Najaf. Engar sérstakar hótanir komu fram, talin er aukin hætta á nýjum bardögum mill stjórnvalda og her al-Sadrs. Aðstoðarmaðurinn sagði að stjórnvöld hafi lofaði í ágúst að elta ekki uppi meðlimi hreyfingar al-Sadrs og sleppa flestum þeirra úr haldi. Við þetta hafi ekki verið staðið og fjöldi félaga hans í haldi hafi nú tvöfaldast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×