Erlent

Mótmæli standa enn

Rúmlega 100.000 manns umkringdu þinghúsið í Kænugarði í gær með appelsínugula fána, til að mótmæla kosningasvikum í forsetakosningunum í Úkraínu . Kallað var til neyðarfundar á úkraínska þinginu til að ræða ósk Viktors Yuchenkos um að lýsa yfir vantrausti á kjörstjórnina og að falla frá opinberum úrslitum. Til að slík tillaga nái fram að ganga þarf stuðning 226 þingmanna af 450. Einungis 191 stjórnarandstöðuþingmaður mætti þar sem stjórnarþingmenn, sem styðja forsætisráðherrann Viktor Yanukovich, mættu ekki til fundar. Í stað vantrausts, lýstu þingmenn yfir sigri Yuhchenko. Yushchenko sagði á þingfundinum að landið væri á barmi uppþots. Hann hefur lýst sig sigurvegara forsetakosningarnar, þrátt fyrir að opinberar tölur segja annað og óskað eftir stuðningi alþjóðasamfélagsins. Yushchenko hefur sakað stjórnvöld um svik í kosningunum til að úrslitin komi betur úr fyrir Yanukovich og kallað eftir borgaralegri óhlýðni í mótmælaskyni. Þegar niðurstöður höfðu borist frá 99.48 prósent kjördæma hafði Yanukovich fengið 49.39 prósent atkvæða en Yushchenko 46.71 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×