Erlent

Um sjötíu dæmdir

Dómstóll í Sviss hefur dæmt 68 menn seka um að kaupa barnaklám eftir stærstu aðgerð af þessu tagi í landinu. Dómar hljóðuðu upp á allt að átta mánaða fangelsisvist og sektir upp að 480.000 krónum. Með dómnum lýkur tveggja ára alþjóðlegri rannsókn, í samvinnu við yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Fyrstu mennirnir voru teknir til fanga í september 2002, eftir að fulltrúar FBI komust í samband við viðskiptavini Landslide Productions, netþjónustu í Texas. Gegn mánaðarlegri áskrift fengu viðskiptavinir tengla á vefsíður sem sýndu barnaklám. Einnig var hægt að auglýsa eftir barnaklámi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×