Shakespeare stenst tímans tönn Birta Björnsdóttir skrifar 23. apríl 2016 20:00 William Shakespeare lést þann 23. apríl árið 1616, þá 52 ára að aldri. Eftir hann liggja hátt í 40 leikverk sem enn eru sett upp um heim allan og hafa verið innblástur fjölda kvikmynda, en þeirra þekktust eru líklega Hamlet, Rómeó og Júlía, Lér konungur og Mackbeth. Margar af skærustu stjörnum Bretlands tóku þátt í að minnast leikskáldsins í fjölbreyttri dagskrá í Bretlandi í dag, meðal annars í konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Stratford-upon-Avon og í Breska ríkissjónvarpinu. Þá var ítarleg sýning um ævi og feril skáldsins opnuð í British Library. Barack Obama Bandaríkjaforseti, sem staddur er í London, heimsótti Globe leikhúsið í tilefni dagsins þar sem hann hlýddi á stuttan bút úr leikverkinu Hamlet. Og tímamótanna var ekki bara minnst í Bretlandi, í Krónborgarkastala í Helsingör í Danmörku stóðu einnig til umtalsverð hátíðahöld í dag, en kastalinn var fyrirmynd Elsinore kastalans, híbýla Hamlets danaprins. Það er svo líklega tákn nýrra tíma að Shakespeare-smáforrit er nú orðið að veruleika, þar sem upplestur allra 37 leikrita skáldsins verður á endanum aðgengilegur notendum. „Shakespeare stenst tímans tönn og á alltaf við. Hann hafði sérstaka náðargáfu í að skilja okkur öll og mannlegt eðli. Það er eins og Shakespeare hafi fundið sjálfur upp á manneskjunni," sagði leikarinn Ian McKellan, sem er einn þeirra sem les verk Shakespeares í smáforritinu. Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
William Shakespeare lést þann 23. apríl árið 1616, þá 52 ára að aldri. Eftir hann liggja hátt í 40 leikverk sem enn eru sett upp um heim allan og hafa verið innblástur fjölda kvikmynda, en þeirra þekktust eru líklega Hamlet, Rómeó og Júlía, Lér konungur og Mackbeth. Margar af skærustu stjörnum Bretlands tóku þátt í að minnast leikskáldsins í fjölbreyttri dagskrá í Bretlandi í dag, meðal annars í konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Stratford-upon-Avon og í Breska ríkissjónvarpinu. Þá var ítarleg sýning um ævi og feril skáldsins opnuð í British Library. Barack Obama Bandaríkjaforseti, sem staddur er í London, heimsótti Globe leikhúsið í tilefni dagsins þar sem hann hlýddi á stuttan bút úr leikverkinu Hamlet. Og tímamótanna var ekki bara minnst í Bretlandi, í Krónborgarkastala í Helsingör í Danmörku stóðu einnig til umtalsverð hátíðahöld í dag, en kastalinn var fyrirmynd Elsinore kastalans, híbýla Hamlets danaprins. Það er svo líklega tákn nýrra tíma að Shakespeare-smáforrit er nú orðið að veruleika, þar sem upplestur allra 37 leikrita skáldsins verður á endanum aðgengilegur notendum. „Shakespeare stenst tímans tönn og á alltaf við. Hann hafði sérstaka náðargáfu í að skilja okkur öll og mannlegt eðli. Það er eins og Shakespeare hafi fundið sjálfur upp á manneskjunni," sagði leikarinn Ian McKellan, sem er einn þeirra sem les verk Shakespeares í smáforritinu.
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira