Shakespeare stenst tímans tönn Birta Björnsdóttir skrifar 23. apríl 2016 20:00 William Shakespeare lést þann 23. apríl árið 1616, þá 52 ára að aldri. Eftir hann liggja hátt í 40 leikverk sem enn eru sett upp um heim allan og hafa verið innblástur fjölda kvikmynda, en þeirra þekktust eru líklega Hamlet, Rómeó og Júlía, Lér konungur og Mackbeth. Margar af skærustu stjörnum Bretlands tóku þátt í að minnast leikskáldsins í fjölbreyttri dagskrá í Bretlandi í dag, meðal annars í konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Stratford-upon-Avon og í Breska ríkissjónvarpinu. Þá var ítarleg sýning um ævi og feril skáldsins opnuð í British Library. Barack Obama Bandaríkjaforseti, sem staddur er í London, heimsótti Globe leikhúsið í tilefni dagsins þar sem hann hlýddi á stuttan bút úr leikverkinu Hamlet. Og tímamótanna var ekki bara minnst í Bretlandi, í Krónborgarkastala í Helsingör í Danmörku stóðu einnig til umtalsverð hátíðahöld í dag, en kastalinn var fyrirmynd Elsinore kastalans, híbýla Hamlets danaprins. Það er svo líklega tákn nýrra tíma að Shakespeare-smáforrit er nú orðið að veruleika, þar sem upplestur allra 37 leikrita skáldsins verður á endanum aðgengilegur notendum. „Shakespeare stenst tímans tönn og á alltaf við. Hann hafði sérstaka náðargáfu í að skilja okkur öll og mannlegt eðli. Það er eins og Shakespeare hafi fundið sjálfur upp á manneskjunni," sagði leikarinn Ian McKellan, sem er einn þeirra sem les verk Shakespeares í smáforritinu. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
William Shakespeare lést þann 23. apríl árið 1616, þá 52 ára að aldri. Eftir hann liggja hátt í 40 leikverk sem enn eru sett upp um heim allan og hafa verið innblástur fjölda kvikmynda, en þeirra þekktust eru líklega Hamlet, Rómeó og Júlía, Lér konungur og Mackbeth. Margar af skærustu stjörnum Bretlands tóku þátt í að minnast leikskáldsins í fjölbreyttri dagskrá í Bretlandi í dag, meðal annars í konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Stratford-upon-Avon og í Breska ríkissjónvarpinu. Þá var ítarleg sýning um ævi og feril skáldsins opnuð í British Library. Barack Obama Bandaríkjaforseti, sem staddur er í London, heimsótti Globe leikhúsið í tilefni dagsins þar sem hann hlýddi á stuttan bút úr leikverkinu Hamlet. Og tímamótanna var ekki bara minnst í Bretlandi, í Krónborgarkastala í Helsingör í Danmörku stóðu einnig til umtalsverð hátíðahöld í dag, en kastalinn var fyrirmynd Elsinore kastalans, híbýla Hamlets danaprins. Það er svo líklega tákn nýrra tíma að Shakespeare-smáforrit er nú orðið að veruleika, þar sem upplestur allra 37 leikrita skáldsins verður á endanum aðgengilegur notendum. „Shakespeare stenst tímans tönn og á alltaf við. Hann hafði sérstaka náðargáfu í að skilja okkur öll og mannlegt eðli. Það er eins og Shakespeare hafi fundið sjálfur upp á manneskjunni," sagði leikarinn Ian McKellan, sem er einn þeirra sem les verk Shakespeares í smáforritinu.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira