Sama dagskrá á sama stað 40 árum síðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2014 14:00 Kammersveit Reykjavíkur og Herdís Anna Jónsdóttir söngkona kát á æfingu fyrir afmælistónleikana. Fréttablaðið/GVA „Fyrstu tónleikarnir voru haldnir á Kjarvalstöðum fyrir fullu húsi á Þjóðhátíð í Reykjavík 1974. Nú endurtökum við þessa tónleika fjörutíu árum síðar á sama stað,“ segir Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari um hátíðartónleika Kammersveitar Reykjavíkur á morgun, 17. ágúst, sem hefjast klukkan 17.15. Þeir nefnast Endurskin frá 1974. Þar syngur Herdís Anna Jónsdóttir sópransöngkona einsöng í stað Elísabetar Erlingsdóttur sem var með á upphafstónleikunum. Rut Ingólfsdóttir var formaður Kammersveitarinnar í 36 ár og er sú eina af upprunalega hópnum sem spilar á morgun. „Ég tók fjögurra ára hlé frá sveitinni frá 2010 og þar til í vor. Var beðin að koma aftur að hjálpa til og gerði það mjög glöð,“ segir hún og tekur vel í að lýsa tilurð sveitarinnar. „Við vorum fimm sem höfðum spilað saman í Barrokkkvintett Helgu Ingólfsdóttir og tveir úr þeim hópi voru líka í Blásarakvintett Tónlistarskólans í Reykjavík. Við ákváðum að sameina þessa hópa til að breikka efnisvalið og bættum við kontrabassa, víólu og trompet. Stofnfélagarnir voru tólf en fólk var misjafnlega lengi í hópnum. Það unnu allir endurgjaldslaust, okkar hugsjón var að kynna alls kyns tónlist og líka að gefa okkur sjálfum tækifæri til að spila það sem okkur langaði. Engir styrkir voru fáanlegir framan af nema smávegis frá Reykjavíkurborg, þeir dugðu fyrir prentun efnisskráa og fleiru sem þurfti að kaupa að.“ Rut segir Kjarvalsstaði, Bústaðakirkju og Menntaskólann við Hamrahlíð hafa verið helstu tónleikastaðina framan af. „Þetta voru nýjar byggingar hér í Reykjavík og allir voru svo velviljaðir að við fengum að spila án endurgjalds.“ En voru tónleikar Kammersveitarinnar vel sóttir strax í upphafi? „Já, fólki fannst svo gaman og framlag okkar svo góð viðbót við tónlistarlíf sem var ekki mjög fjölskrúðugt. Þótt við værum bara með ferna tónleika á vetri gáfum við út efnisskrár fyrir fram og vorum með áskriftarmiða fyrstu tíu árin eða svo. Það mæltist vel fyrir á þeim tíma.“ Í tilefni afmælisins kemur út afmælisrit, tekið saman af Reyni Axelssyni stærðfræðingi og nefnist Blaðað í gömlum efnisskrám. „Það er fróðleg og skemmtileg lesning með myndum,“ segir Rut og getur líka nýs geisladisks sem kemur út af sama tilefni með uppáhaldsverkum sveitarinnar eftir Jóhannes Brahms. Tónleikar Kammersveitarinnar skipta hundruðum á síðustu 40 árum, að sögn Rutar sem segir starfið hafa byggst mest á sjálfboðavinnu. Efnisskráin þá og nú Arcangelo Corelli Concerto grosso op. 6 nr. 1 í D-dúr Johann Sebastian Bach „Weichet nur, betrübte Schatten“, Brúðkaupskantata BWV 202 Páll Pampichler Pálsson Kristallar (1970) Bohuslav Martinu Nonetto (1959) Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Fyrstu tónleikarnir voru haldnir á Kjarvalstöðum fyrir fullu húsi á Þjóðhátíð í Reykjavík 1974. Nú endurtökum við þessa tónleika fjörutíu árum síðar á sama stað,“ segir Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari um hátíðartónleika Kammersveitar Reykjavíkur á morgun, 17. ágúst, sem hefjast klukkan 17.15. Þeir nefnast Endurskin frá 1974. Þar syngur Herdís Anna Jónsdóttir sópransöngkona einsöng í stað Elísabetar Erlingsdóttur sem var með á upphafstónleikunum. Rut Ingólfsdóttir var formaður Kammersveitarinnar í 36 ár og er sú eina af upprunalega hópnum sem spilar á morgun. „Ég tók fjögurra ára hlé frá sveitinni frá 2010 og þar til í vor. Var beðin að koma aftur að hjálpa til og gerði það mjög glöð,“ segir hún og tekur vel í að lýsa tilurð sveitarinnar. „Við vorum fimm sem höfðum spilað saman í Barrokkkvintett Helgu Ingólfsdóttir og tveir úr þeim hópi voru líka í Blásarakvintett Tónlistarskólans í Reykjavík. Við ákváðum að sameina þessa hópa til að breikka efnisvalið og bættum við kontrabassa, víólu og trompet. Stofnfélagarnir voru tólf en fólk var misjafnlega lengi í hópnum. Það unnu allir endurgjaldslaust, okkar hugsjón var að kynna alls kyns tónlist og líka að gefa okkur sjálfum tækifæri til að spila það sem okkur langaði. Engir styrkir voru fáanlegir framan af nema smávegis frá Reykjavíkurborg, þeir dugðu fyrir prentun efnisskráa og fleiru sem þurfti að kaupa að.“ Rut segir Kjarvalsstaði, Bústaðakirkju og Menntaskólann við Hamrahlíð hafa verið helstu tónleikastaðina framan af. „Þetta voru nýjar byggingar hér í Reykjavík og allir voru svo velviljaðir að við fengum að spila án endurgjalds.“ En voru tónleikar Kammersveitarinnar vel sóttir strax í upphafi? „Já, fólki fannst svo gaman og framlag okkar svo góð viðbót við tónlistarlíf sem var ekki mjög fjölskrúðugt. Þótt við værum bara með ferna tónleika á vetri gáfum við út efnisskrár fyrir fram og vorum með áskriftarmiða fyrstu tíu árin eða svo. Það mæltist vel fyrir á þeim tíma.“ Í tilefni afmælisins kemur út afmælisrit, tekið saman af Reyni Axelssyni stærðfræðingi og nefnist Blaðað í gömlum efnisskrám. „Það er fróðleg og skemmtileg lesning með myndum,“ segir Rut og getur líka nýs geisladisks sem kemur út af sama tilefni með uppáhaldsverkum sveitarinnar eftir Jóhannes Brahms. Tónleikar Kammersveitarinnar skipta hundruðum á síðustu 40 árum, að sögn Rutar sem segir starfið hafa byggst mest á sjálfboðavinnu. Efnisskráin þá og nú Arcangelo Corelli Concerto grosso op. 6 nr. 1 í D-dúr Johann Sebastian Bach „Weichet nur, betrübte Schatten“, Brúðkaupskantata BWV 202 Páll Pampichler Pálsson Kristallar (1970) Bohuslav Martinu Nonetto (1959)
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira