Gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur sigið um sem nemur tæpum fjórum prósentum það sem af er morgni. Þetta er rakið beint til fyrirætlana sem kynntar voru um helgina þess efnis að afnema höft.
Hræringar eru einnig í Kauphöllinni en í morgun hafa bréf í Icelandair og Nýherja hækkað nokkuð eða um þrjú prósent. N1 hefur hins vegar lækkað um tæp 2 prósent.
Krónan veikist verulega
Tengdar fréttir

Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur
Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til.

Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta
Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun.