Nýtt upplýsingafyrirtæki býður upp á ódýrari þjónustu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 2. janúar 2014 15:29 Nýtt fyrirtæki, 1819, sem veitir upplýsingar um símanúmer fyrirtækja og einstaklinga hefur tekið til starfa. Vefsíða fyrirtækisins opnar formlega síðar í þessum mánuði og á sama tíma mun fyrirtækið byrja að svara í upplýsingasíma. Nákvæm dagsetning hefur ekki verið ákveðin en að sögn Jóhanns Kristjánssonar, stjórnarmanns 1819, verður dagsetningin tilkynnt fljótlega. Fyrirtækið mun koma til með að starfa í beinni samkeppni við Já. „Samkvæmt því sem við erum búin að reikna þá er hægt að bjóða upp á þessa þjónustu allt að 62 prósent ódýrar en verið er að gera núna. Það er algjör óþarfi að borga svona mikið fyrir þessa þjónustu eins og nú þarf að gera,“ segir Jóhann. Fyrirtæki og einstaklingar geta skráð sig á síðuna vilji þau að 1819 geti gefið upplýsingar um símanúmer þeirra. „Ef fólk vill fá lægra verð fyrir upplýsingaþjónustu þá er um að gera að það skrái sig hjá okkur." Nú þegar er hægt að skrá upplýsingar á síðuna en Jóhann segist ekki vera kominn með nákvæmar tölur um hversu mörg númer hafi verið skráð enn sem komið er.Kominn tími á samkeppni „Notendurnir byggja upp vefinn, ef þeir vilja ódýrari þjónustu þá gera þeir það með því að styðja við ódýrari kostinn. Notendurnir stýra því hvernig þetta verður,“ segir Jóhann. Einnig býður fyrirtækið upp á að senda sms á síðunni. Þjónustan verður ekki einskorðuð við ákveðin fyrirtæki og því getur hver sem er sent sms hvert sem er. Jóhann segir að þetta snúist fyrst og fremst um að neytendur hafi val og ekki sé verið að okra á fólki. „Það er alveg kominn tími á samkeppni,“ segir hann. Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Nýtt fyrirtæki, 1819, sem veitir upplýsingar um símanúmer fyrirtækja og einstaklinga hefur tekið til starfa. Vefsíða fyrirtækisins opnar formlega síðar í þessum mánuði og á sama tíma mun fyrirtækið byrja að svara í upplýsingasíma. Nákvæm dagsetning hefur ekki verið ákveðin en að sögn Jóhanns Kristjánssonar, stjórnarmanns 1819, verður dagsetningin tilkynnt fljótlega. Fyrirtækið mun koma til með að starfa í beinni samkeppni við Já. „Samkvæmt því sem við erum búin að reikna þá er hægt að bjóða upp á þessa þjónustu allt að 62 prósent ódýrar en verið er að gera núna. Það er algjör óþarfi að borga svona mikið fyrir þessa þjónustu eins og nú þarf að gera,“ segir Jóhann. Fyrirtæki og einstaklingar geta skráð sig á síðuna vilji þau að 1819 geti gefið upplýsingar um símanúmer þeirra. „Ef fólk vill fá lægra verð fyrir upplýsingaþjónustu þá er um að gera að það skrái sig hjá okkur." Nú þegar er hægt að skrá upplýsingar á síðuna en Jóhann segist ekki vera kominn með nákvæmar tölur um hversu mörg númer hafi verið skráð enn sem komið er.Kominn tími á samkeppni „Notendurnir byggja upp vefinn, ef þeir vilja ódýrari þjónustu þá gera þeir það með því að styðja við ódýrari kostinn. Notendurnir stýra því hvernig þetta verður,“ segir Jóhann. Einnig býður fyrirtækið upp á að senda sms á síðunni. Þjónustan verður ekki einskorðuð við ákveðin fyrirtæki og því getur hver sem er sent sms hvert sem er. Jóhann segir að þetta snúist fyrst og fremst um að neytendur hafi val og ekki sé verið að okra á fólki. „Það er alveg kominn tími á samkeppni,“ segir hann.
Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira