Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. ágúst 2014 14:18 Reynir Traustason, ritstjóri DV Vísir/Stefán „Það er verið að ógna frjálsri blaðamennsku,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV um breytingar á eignarhaldi dagblaðsins. Hann telur að stjórnarformaður DV hafi brotið lög þegar hann notaði eignarhlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. Starfsmenn DV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins sem þeir telja tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku. Áhyggjur starfsmanna DV spretta fram vegna sölu Lilju Skaftadóttur á um 13% hlut sínum í félaginu skömmu fyrir verslunarmannahelgi. Farið var framhjá forkaupsrétti starfsmanna DV á hlut Lilju. Reynir Traustason, deilir áhyggjum starfsmanna blaðsins. „Við hvorki í eigendahópnum né ritstjórninni vitum hvaða öfl eru komin til sögunnar. Það er mjög merkilegt hvernig þetta gengur fyrir sig því það var engum boðið að ganga inn í þessi kaup og þetta gerðist í myrkri,“ segir Reynir.Þorsteinn Guðnason var settur af sem stjórnarformaður DV á síðasta fundi stjórnar. Í yfirlýsingu frá honum í gær segir að allt tal um fjandsamlega yfirtöku sé úr lausu lofti gripið. Ekki standi neitt annað til en efla starfsemi DV. Reynir segir að Þorsteinn hafi gerst brotlegur við lög þegar hann notaði hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. „Við, aðrir stjórnarmenn, töldum ástæðu til að fá álit á því hvað þarna væri að gerast. Þá kemur í ljós að þarna eru að mati virtra lögmanna lögbrot sem hafa átt sér stað. Þessir fjórir stjórnarmenn samþykktu í kjölfarið að setja stjórnarformanninn af og ákváðu að þeir gætu ekki verið aðilar í þessu máli,“ segir Reynir.Hefur staðist þrýstingRitstjórinn segir að átök um eignarhald hafi ekki haft áhrif á ritstjórn blaðsins. „Ég hef litið á það sem hlutverk mitt að passa upp á það að enginn sé truflaður af einhverjum annalegum sjónarmiðum og ég held að menn geti tekið undir það að þannig hafi það verið. Ég get sagt eins og Stefán Eiríksson að ég hef staðist þrýsting,“ segir Reynir. Hann kveðst vera að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem hann man eftir í blaðamennsku. „Ég er svo gáttaður á þessu því ég er búinn að standa í þessu í sjö ár á DV. Ég er búinn að ganga í gegnum tíma þar sem fyrirtækið hefur verið á barmi gjaldþrots og staðan var þannig að við héldum að þetta væri búið. Svo allt í einu þegar fyrirtækið er komið í góðan rekstur og þetta er allt að horfa til betri vegar þá er maður að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem ég man í minni blaðamennsku. Ég hef sjálfur þá skoðun að það sé verið að ógna frjálsri blaðamennsku með þessu.“ Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Þorsteinn Guðnason segir að starfsmönnum DV hafi verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald félagsins. 15. ágúst 2014 16:26 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Það er verið að ógna frjálsri blaðamennsku,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV um breytingar á eignarhaldi dagblaðsins. Hann telur að stjórnarformaður DV hafi brotið lög þegar hann notaði eignarhlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. Starfsmenn DV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins sem þeir telja tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku. Áhyggjur starfsmanna DV spretta fram vegna sölu Lilju Skaftadóttur á um 13% hlut sínum í félaginu skömmu fyrir verslunarmannahelgi. Farið var framhjá forkaupsrétti starfsmanna DV á hlut Lilju. Reynir Traustason, deilir áhyggjum starfsmanna blaðsins. „Við hvorki í eigendahópnum né ritstjórninni vitum hvaða öfl eru komin til sögunnar. Það er mjög merkilegt hvernig þetta gengur fyrir sig því það var engum boðið að ganga inn í þessi kaup og þetta gerðist í myrkri,“ segir Reynir.Þorsteinn Guðnason var settur af sem stjórnarformaður DV á síðasta fundi stjórnar. Í yfirlýsingu frá honum í gær segir að allt tal um fjandsamlega yfirtöku sé úr lausu lofti gripið. Ekki standi neitt annað til en efla starfsemi DV. Reynir segir að Þorsteinn hafi gerst brotlegur við lög þegar hann notaði hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. „Við, aðrir stjórnarmenn, töldum ástæðu til að fá álit á því hvað þarna væri að gerast. Þá kemur í ljós að þarna eru að mati virtra lögmanna lögbrot sem hafa átt sér stað. Þessir fjórir stjórnarmenn samþykktu í kjölfarið að setja stjórnarformanninn af og ákváðu að þeir gætu ekki verið aðilar í þessu máli,“ segir Reynir.Hefur staðist þrýstingRitstjórinn segir að átök um eignarhald hafi ekki haft áhrif á ritstjórn blaðsins. „Ég hef litið á það sem hlutverk mitt að passa upp á það að enginn sé truflaður af einhverjum annalegum sjónarmiðum og ég held að menn geti tekið undir það að þannig hafi það verið. Ég get sagt eins og Stefán Eiríksson að ég hef staðist þrýsting,“ segir Reynir. Hann kveðst vera að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem hann man eftir í blaðamennsku. „Ég er svo gáttaður á þessu því ég er búinn að standa í þessu í sjö ár á DV. Ég er búinn að ganga í gegnum tíma þar sem fyrirtækið hefur verið á barmi gjaldþrots og staðan var þannig að við héldum að þetta væri búið. Svo allt í einu þegar fyrirtækið er komið í góðan rekstur og þetta er allt að horfa til betri vegar þá er maður að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem ég man í minni blaðamennsku. Ég hef sjálfur þá skoðun að það sé verið að ógna frjálsri blaðamennsku með þessu.“
Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Þorsteinn Guðnason segir að starfsmönnum DV hafi verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald félagsins. 15. ágúst 2014 16:26 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00
Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51
Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Þorsteinn Guðnason segir að starfsmönnum DV hafi verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald félagsins. 15. ágúst 2014 16:26