Cloé Lacasse og Clara Sigurðardóttir tryggðu ÍBV stigin þrjú gegn KR í Pepsi deild kvenna í dag en með sigrinum komst ÍBV í sex stig.
Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum og náði hvorugt liðið að skapa sér nægilega góð marktækifæri.
Það var ekki fyrr en í seinni hálfleiknum þegar marktækifærin fóru að láta sjá sig og eitt slíkt kom á 67. mínútu. Þá vann Clara Sigurðardóttir skallaeinvígi í teig KR og barst boltinn til Cloé Lacasse sem skoraði og kom sínu liði yfir.
Á 80. mínútu var síðan komið að Clöru að skora en þá fékk hún boltann á fjær eftir frábæra fyrirgjöf Kristínar Erlu og setti boltann í markið og innsiglaði sigur ÍBV.
ÍBV er nú komið upp að hlið Vals í þriðja sæti deildarinnar á meðan KR er í sjötta sæti.
ÍBV hafði betur gegn KR
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið




Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti

„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn




