Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2020 13:30 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi, segir að nú sé ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð í tengslum við framúrkeyrslu Sorpu. Hún gagnrýnir einnig flókið skipurit byggðasamlagsins og segir að þörf sé fyrir almenna endurskoðun á opinberum innkaupum og framkvæmdum á sveitarstjórnarstiginu. Theodóra ræddi málefni Sorpu ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa „Mín skoðun er sú að opinber innkaup bara almennt á sveitarstjórnarstiginu þurfi bara eiginlega að taka til endurskoðunar almennt og í gjörgæslu,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir en hún hefur lengi starfað á sveitarstjórnarstiginu og meðal annars setið í stjórn Strætó. „Opinberar framkvæmdir hjá sveitarstjórnum fara mjög oft fram yfir,“ segir Theodóra. Nýjasta innleggið í röð úttekta „Við höfum bæði verið með stjórnsýsluúttekt 2011, við fórum í rekstrarúttekt, úttekt á stjórnarháttum og svo kemur þessi úttekt. Og svo er alltaf verið að tala um það sama í þessum úttektum og það kostar náttúrulega talsverðan pening að gera þessar úttektir,“ bætir hún við. „Það er einhvern veginn að mínu mati ekkert gert með þetta, eða mjög takmarkað.“ Ákall um ábyrgð „Það er ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð. Við eigum að bera ábyrgð, ég er tilbúin til þess að taka ábyrgð á þessu máli, horfa í minn barm og sjá hvað ég get gert betur sem sveitarstjórnarmaður.“ Vísar Theodóra þar til skipurits Sorpu þar sem sveitarstjórnarmenn bera mestu ábyrgðina. „Við þurfum einhverjar róttækar breytingar, ég með ákall um að við snúum þessu við,“ segir hún enn fremur. Bryndís segir málið sorglegt Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir að um sé að ræða mikið umhverfismál. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega sorgleg þessi vanáætlun og við erum að tala auðvitað um tekjur íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið nýttar í þetta og það er auðvitað rosalega miður. Sérstaklega vegna þess að þetta er ofboðslega mikilvæg framkvæmd, þessi gas- og jarðgerðarstöð er ofboðslega stórt umhverfismál sem er búið að taka allt of langan tíma að mínu mati að koma á.“ Bryndís tekur undir með Theodóru að ábyrgðin sé hjá sveitarstjórnunum og hjá stjórn Sorpu. Hún vill þó meina að stjórnin hafi að hluta gengist við ábyrgðinni. Útlit fyrir að stjórnin hafi fengið misvísandi upplýsingar „Það sem ég hef heyrt frá stjórninni er að þau tóku þó ábyrgð og segja að, og fyrrverandi forstjóri sagði það þegar þetta mál kom upp: „Hér eru mannleg mistök og ég ber ábyrgð á því.“ Þegar maður les samantektina þá lítur út fyrir að stjórnin hafi annars vegar fengið misvísandi upplýsingar og hins vegar hafi verið haldið ákveðnum upplýsingum frá stjórninni. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt og þarf að fara betur yfir,“ segir Bryndís. Þess má geta að Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur andmælt niðurstöðum skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem upplýst var um framúrkeyrsluna og sagt hana byggja á ótraustum gögnum. Einnig hefur stjórn Sorpu ekki viljað tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en andmælafrestur Björns er liðinn. Reykjavík Sorpa Sprengisandur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi, segir að nú sé ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð í tengslum við framúrkeyrslu Sorpu. Hún gagnrýnir einnig flókið skipurit byggðasamlagsins og segir að þörf sé fyrir almenna endurskoðun á opinberum innkaupum og framkvæmdum á sveitarstjórnarstiginu. Theodóra ræddi málefni Sorpu ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa „Mín skoðun er sú að opinber innkaup bara almennt á sveitarstjórnarstiginu þurfi bara eiginlega að taka til endurskoðunar almennt og í gjörgæslu,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir en hún hefur lengi starfað á sveitarstjórnarstiginu og meðal annars setið í stjórn Strætó. „Opinberar framkvæmdir hjá sveitarstjórnum fara mjög oft fram yfir,“ segir Theodóra. Nýjasta innleggið í röð úttekta „Við höfum bæði verið með stjórnsýsluúttekt 2011, við fórum í rekstrarúttekt, úttekt á stjórnarháttum og svo kemur þessi úttekt. Og svo er alltaf verið að tala um það sama í þessum úttektum og það kostar náttúrulega talsverðan pening að gera þessar úttektir,“ bætir hún við. „Það er einhvern veginn að mínu mati ekkert gert með þetta, eða mjög takmarkað.“ Ákall um ábyrgð „Það er ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð. Við eigum að bera ábyrgð, ég er tilbúin til þess að taka ábyrgð á þessu máli, horfa í minn barm og sjá hvað ég get gert betur sem sveitarstjórnarmaður.“ Vísar Theodóra þar til skipurits Sorpu þar sem sveitarstjórnarmenn bera mestu ábyrgðina. „Við þurfum einhverjar róttækar breytingar, ég með ákall um að við snúum þessu við,“ segir hún enn fremur. Bryndís segir málið sorglegt Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir að um sé að ræða mikið umhverfismál. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega sorgleg þessi vanáætlun og við erum að tala auðvitað um tekjur íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið nýttar í þetta og það er auðvitað rosalega miður. Sérstaklega vegna þess að þetta er ofboðslega mikilvæg framkvæmd, þessi gas- og jarðgerðarstöð er ofboðslega stórt umhverfismál sem er búið að taka allt of langan tíma að mínu mati að koma á.“ Bryndís tekur undir með Theodóru að ábyrgðin sé hjá sveitarstjórnunum og hjá stjórn Sorpu. Hún vill þó meina að stjórnin hafi að hluta gengist við ábyrgðinni. Útlit fyrir að stjórnin hafi fengið misvísandi upplýsingar „Það sem ég hef heyrt frá stjórninni er að þau tóku þó ábyrgð og segja að, og fyrrverandi forstjóri sagði það þegar þetta mál kom upp: „Hér eru mannleg mistök og ég ber ábyrgð á því.“ Þegar maður les samantektina þá lítur út fyrir að stjórnin hafi annars vegar fengið misvísandi upplýsingar og hins vegar hafi verið haldið ákveðnum upplýsingum frá stjórninni. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt og þarf að fara betur yfir,“ segir Bryndís. Þess má geta að Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur andmælt niðurstöðum skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem upplýst var um framúrkeyrsluna og sagt hana byggja á ótraustum gögnum. Einnig hefur stjórn Sorpu ekki viljað tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en andmælafrestur Björns er liðinn.
Reykjavík Sorpa Sprengisandur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira