Jón Axel Guðmundsson átti stórleik þegar Davidson sigraði George Mason, 68-53, í Atlantic 10 deildinni í bandaríska háskólaboltanum í nótt.
Grindvíkingurinn var stiga- og frákastahæstur í liði Villikattanna. Hann skoraði 27 stig og tók tíu fráköst. Hann gaf einnig fjórar stoðsendingar.
Jón Axel hitti úr fimm af sex skotum sínum inni í teig og fjögur af níu þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið. Þá nýtti hann fimm af sex vítaskotum sínum.
Davidson hefur unnið þrjá leiki í röð. Liðið er í 7. sæti A10-deildarinnar.
IN A ROW!
— Davidson Basketball (@DavidsonMBB) January 26, 2020
Check out highlights from tonight's #CatsWin over George Mason!#TCC#CatsAreWildpic.twitter.com/2R6ZPQ4Bfb
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var næststiga- og frákastahæstur í liði Nebraska sem laut í lægra haldi fyrir Rutgers, 75-72, í Big Ten deildinni.
Þórir skoraði 17 stig og tók átta fráköst. Hann hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum.
TOO. SMOOTH. @Totiturbo is on a whole different level this afternoon.
— Nebraska Basketball (@HuskerHoops) January 25, 2020
17 PTS | 8 REB (5-7 3-PT)
Nebraska er í næstneðsta sæti Big Ten deildarinnar. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð.