Í beinni í dag: Manchester liðin í FA bikarnum og stórleikir á Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2020 06:00 Roberto Firmino og félagar í Liverpool mæta Shrewsbury á útivelli í dag. Vísir/Getty Alls eru hvorki né minna en 13 beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við byrjum daginn snemma eða klukkan 08:30 á Omega Dubai Desert Classic. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Rétt fyrir kvöldmat er svo PGA mótaröðin í beinni útsendingu en bæði mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. Gainbridge LPGA at Boca Rio er svo í beinni útsendingu klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 4. Í ensku bikarkeppninni verða Manchester liðin í eldlínunni. Manchester City fær B-deildarlið Fulham í heimsókn klukkan 13:00. Manchester United fær svo tækifæri til að rétta úr kútnum eftir 2-0 tap gegn bæði Liverpool og Burnley nýverið. Þeir mæta Tranmere Rovers á útivelli en reikna má með erfiðum leik þar sem heimavöllur Tranmere er eitt moldarsvað þessa dagana. Þá fara verðandi Englandsmeistarar Liverpool í heimsókn til Shrewsbury Town. Er það síðasti leikur dagsins hjá okkur í FA bikarnum. Það er nóg um að vera í ítalska boltanum í dag. Inter Milan mætir Cagliari í fyrsta leik dagsins rétt fyrir hádegi. Þar á eftir hefst leikur Parma og Udinese áður en stórleikri dagsins hefjast. Erkifjendurnir í Roma og Lazio mætast á Ólympíuleikvanginum í Róm klukkan 17:00. Lazio sitja í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 45 stig en Roma eru sæti á eftir með sjö stigum minna. Því má reikna með hörkuleik að venju í þessum hatramma slag. Topplið Juventus heimsækir svo Napoli í síðasta leik dagsins en gengi heimamanna hefur ekki verið sem skyldi það sem af er leiktíð. Maurizio Sarri, núverandi þjálfari Juventus, þjálfaði auðvitað Napoli áður en hann tók við Chelsea fyrir tímabilið 2018/2019. Að lokum eru þrír leikir úr spænsku úrvalsdeildinni á dagskrá. Atletico Madrid, sem datt óvænt út úr spænska konungsbikarnum á dögunum, fær Leganes í heimsókn í fyrsta leik dagsins klukkan 11:00. Real Sociedad fær sólstrandargæana í Real Mallorca í heimsókn klukkan 15:00 og drengirnir hans Zinedine Zidane loka dagskránni með leik sínum geng Real Valladolid á útivelli.Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.Beinar útsendingar dagsins:08:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 10:55 Atl. Madrid - Leganes, Stöð 2 Sport 2 11:25 Inter Milan - Cagliari, Stöð 2 Sport 3 12:50 Manchester City Fulham, Stöð 2 Sport 13:55 Parma - Udinese, Stöð 2 Sport 2 14:55 Tranmere Rovers - Manchester United, Stöð 2 Sport 14:55 Real Sociedad - Real Mallorca, Stöð 2 Sport 3 16:55 Shrewsbury Town - Liverpool, Stöð 2 Sport 16:55 Roma - Lazio, Stöð 2 Sport 2 18:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 19:40 Napoli - Juventus, Stöð 2 Sport 19:55 Real Valladolid - Real Madrid, Stöð 2 Sport 2 20:00 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Sport 4 Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira
Alls eru hvorki né minna en 13 beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við byrjum daginn snemma eða klukkan 08:30 á Omega Dubai Desert Classic. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Rétt fyrir kvöldmat er svo PGA mótaröðin í beinni útsendingu en bæði mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. Gainbridge LPGA at Boca Rio er svo í beinni útsendingu klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 4. Í ensku bikarkeppninni verða Manchester liðin í eldlínunni. Manchester City fær B-deildarlið Fulham í heimsókn klukkan 13:00. Manchester United fær svo tækifæri til að rétta úr kútnum eftir 2-0 tap gegn bæði Liverpool og Burnley nýverið. Þeir mæta Tranmere Rovers á útivelli en reikna má með erfiðum leik þar sem heimavöllur Tranmere er eitt moldarsvað þessa dagana. Þá fara verðandi Englandsmeistarar Liverpool í heimsókn til Shrewsbury Town. Er það síðasti leikur dagsins hjá okkur í FA bikarnum. Það er nóg um að vera í ítalska boltanum í dag. Inter Milan mætir Cagliari í fyrsta leik dagsins rétt fyrir hádegi. Þar á eftir hefst leikur Parma og Udinese áður en stórleikri dagsins hefjast. Erkifjendurnir í Roma og Lazio mætast á Ólympíuleikvanginum í Róm klukkan 17:00. Lazio sitja í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 45 stig en Roma eru sæti á eftir með sjö stigum minna. Því má reikna með hörkuleik að venju í þessum hatramma slag. Topplið Juventus heimsækir svo Napoli í síðasta leik dagsins en gengi heimamanna hefur ekki verið sem skyldi það sem af er leiktíð. Maurizio Sarri, núverandi þjálfari Juventus, þjálfaði auðvitað Napoli áður en hann tók við Chelsea fyrir tímabilið 2018/2019. Að lokum eru þrír leikir úr spænsku úrvalsdeildinni á dagskrá. Atletico Madrid, sem datt óvænt út úr spænska konungsbikarnum á dögunum, fær Leganes í heimsókn í fyrsta leik dagsins klukkan 11:00. Real Sociedad fær sólstrandargæana í Real Mallorca í heimsókn klukkan 15:00 og drengirnir hans Zinedine Zidane loka dagskránni með leik sínum geng Real Valladolid á útivelli.Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.Beinar útsendingar dagsins:08:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 10:55 Atl. Madrid - Leganes, Stöð 2 Sport 2 11:25 Inter Milan - Cagliari, Stöð 2 Sport 3 12:50 Manchester City Fulham, Stöð 2 Sport 13:55 Parma - Udinese, Stöð 2 Sport 2 14:55 Tranmere Rovers - Manchester United, Stöð 2 Sport 14:55 Real Sociedad - Real Mallorca, Stöð 2 Sport 3 16:55 Shrewsbury Town - Liverpool, Stöð 2 Sport 16:55 Roma - Lazio, Stöð 2 Sport 2 18:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 19:40 Napoli - Juventus, Stöð 2 Sport 19:55 Real Valladolid - Real Madrid, Stöð 2 Sport 2 20:00 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Sport 4
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira