Sagði aldrei frá því þegar þjófar stálu af honum tveimur Ólympíugullum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2020 17:00 Miðherjarnir Patrick Ewing og Hakeem Olajuwon voru teknir inn í Heiðurshöllina á sama tíma árið 2008. EPA/CJ GUNTHER Það þurfti kórónuveiruna og fréttaleysi af íþróttum til að fá besta miðherjann í sögu New York Knicks til að segja frá óskemmtilegri lífsreynslu sinni. NBA goðsögnin Patrick Ewing lenti í því fyrir nokkrum árum að innbrotsþjófar stálu frá honum þremur dýrmætum verðlaunagripum. Patrick Ewing varð aldrei NBA-meistari þökk sé Michael Jordan og Hakeem Olajuwon en varð aftur á móti bæði háskólameistari og Ólympíumeistari. The former Knicks center revealed that his two Olympic gold medals and NCAA title ring went missing after a break-in at his New York home years ago. https://t.co/ZGd5rayGtc @SBondyNYDN— NY Daily News Sports (@NYDNSports) May 6, 2020 Patrick Ewing sagði frá því í útvarpsviðtali í vikunni að innbrotsþjófar brutust inn á heimili hans í New York fyrir nokkrum árum. Ewing sagði ekki frá því á sínum tíma og vildi heldur ekki segja það í þessu nýja viðtali hvenær þetta var. „Þeir brutust inn á heimili mitt í New York og stálu verðlaunapeningunum mínum,“ sagði Patrick Ewing í viðtalinu „The Dan Patrick Show.“ Ewing er nú þjálfari Georgetown í bandaríska háskólaboltanum en eitt af því sem var stolið var meistarahringur hans með Georgetown háskólanum árið 1984. Þjófarnir komust líka yfir Ólympíugullverðlaun hans frá 1984 og 1992. Ewing er viss um að innbrotsþjófarnir hafi verið með það á hreinu hver átti heima þarna. „Stundum er ömurlegt að vera þekktur,“ sagði hinn 57 ára gamli Patrick Ewing. Patrick Ewing fékk þó meistarahringinn sinn til baka þegar þjófarnir reyndu að selja hann á Ebay. Ewing fékk samt aldrei upprunalegu gullpeninga sína til baka sem hann vann á ÓL í Los Angeles 1984 og á ÓL í Barcelona 1992. Jerry Colangelo hjá bandaríska landsliðinu reddaði sínum manni hins vegar tveimur eftirlíkingum af gullverðlaunum tveimur. Patrick Ewing átti flottan NBA-feril þótt að hann hafi aldrei orðið NBA meistari. Hann var ellefu sinnum kosinn í stjörnuleikinn og var kosinn í fyrsta lið ársins 1990 auk þess að vera sex sinnum valinn í annað besta lið ársins (1988, 1989, 1991–1993, 1997). Ewing var með 21,9 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í 1183 deildarleikjum sínum í NBA en skoraði mest 28,6 stig í leik tímabilið 1989-90. Ewing skoaði 20,2 stig og tók 10,3 fráköst að meðaltali í 139 leikjum í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Það þurfti kórónuveiruna og fréttaleysi af íþróttum til að fá besta miðherjann í sögu New York Knicks til að segja frá óskemmtilegri lífsreynslu sinni. NBA goðsögnin Patrick Ewing lenti í því fyrir nokkrum árum að innbrotsþjófar stálu frá honum þremur dýrmætum verðlaunagripum. Patrick Ewing varð aldrei NBA-meistari þökk sé Michael Jordan og Hakeem Olajuwon en varð aftur á móti bæði háskólameistari og Ólympíumeistari. The former Knicks center revealed that his two Olympic gold medals and NCAA title ring went missing after a break-in at his New York home years ago. https://t.co/ZGd5rayGtc @SBondyNYDN— NY Daily News Sports (@NYDNSports) May 6, 2020 Patrick Ewing sagði frá því í útvarpsviðtali í vikunni að innbrotsþjófar brutust inn á heimili hans í New York fyrir nokkrum árum. Ewing sagði ekki frá því á sínum tíma og vildi heldur ekki segja það í þessu nýja viðtali hvenær þetta var. „Þeir brutust inn á heimili mitt í New York og stálu verðlaunapeningunum mínum,“ sagði Patrick Ewing í viðtalinu „The Dan Patrick Show.“ Ewing er nú þjálfari Georgetown í bandaríska háskólaboltanum en eitt af því sem var stolið var meistarahringur hans með Georgetown háskólanum árið 1984. Þjófarnir komust líka yfir Ólympíugullverðlaun hans frá 1984 og 1992. Ewing er viss um að innbrotsþjófarnir hafi verið með það á hreinu hver átti heima þarna. „Stundum er ömurlegt að vera þekktur,“ sagði hinn 57 ára gamli Patrick Ewing. Patrick Ewing fékk þó meistarahringinn sinn til baka þegar þjófarnir reyndu að selja hann á Ebay. Ewing fékk samt aldrei upprunalegu gullpeninga sína til baka sem hann vann á ÓL í Los Angeles 1984 og á ÓL í Barcelona 1992. Jerry Colangelo hjá bandaríska landsliðinu reddaði sínum manni hins vegar tveimur eftirlíkingum af gullverðlaunum tveimur. Patrick Ewing átti flottan NBA-feril þótt að hann hafi aldrei orðið NBA meistari. Hann var ellefu sinnum kosinn í stjörnuleikinn og var kosinn í fyrsta lið ársins 1990 auk þess að vera sex sinnum valinn í annað besta lið ársins (1988, 1989, 1991–1993, 1997). Ewing var með 21,9 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í 1183 deildarleikjum sínum í NBA en skoraði mest 28,6 stig í leik tímabilið 1989-90. Ewing skoaði 20,2 stig og tók 10,3 fráköst að meðaltali í 139 leikjum í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira