„Er algjör furðufugl en það er allt í góðu lagi“ Stefán Árni Pálsson og Frosti Logason skrifa 3. mars 2020 10:45 Engill gengur í hús um höfuðborgarsvæðið og selur ljóðabækur sem hann samndi sjálfur. skjáskot/stöð 2 Engill Bjartur Einisson er eitt yngsta starfandi ljóðskáld landsins. Árið 2018 sendi hann frá sér sína fyrstu ljóðabók, Vígslu, sem hefur að geyma fjörutíu frumsamin ljóð og núna í vetur kom út önnur bók hans sem hann kallar Ljóðgæti. Engill Bjartur vekur alls staðar athygli fyrir gott málfar og tungutak en það má með sanni segja að hér sé um að ræða fyrirmyndarfulltrúa sinnar kynslóðar. Í dag er hann 21 árs að verða 22 ára. „Þetta byrjaði allt þegar ég var að verða sautján ára og var í MR. Ég fann að það var einhvern kraftur innra með mér sem þurfti að komast út. Það var þessi sköpunargáfa og ég fann þessa sterku hvöt til að tjá mig og koma frá mér hugsunum á ljóðrænan hátt. Ég fór í skólann í strætó og orti á leiðinni nokkrar stökur og svo fór þetta að vinda upp á sig og varð alltaf meira og meira og ég fór að yrkja lengri ljóð,“ segir Engill í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Engill Bjartur vill meina að skáldaáhugi hans sé meðfæddur og að hann hafi verið listrænn frá blautu barnsbeini. „Þó ég hafi ekki ort sem barn var alltaf þessi skáldlega hugsun til staðar. Þetta minnir mig á annan punkt sem er ennþá mikilvægari og það er grunntungumál ljóðlistarinnar. Málið er að ljóðlist er tungumál út af fyrir sig. Þess vegna get ég líka ort á ensku og meira segja aðeins á þýsku, því það eru þau tungumál sem ég tala.“ Ástin flókið fyrirbæri Og Engill yrkir mikið um ástina. „Ástin á mjög stóran sess í hjarta mínu en ég er reyndar einhleypur ennþá en það er allt í góðu. Það er mjög tímafrekt að vera rithöfundur og ég þarf mikið einrúm. Ég kalla mig félagslyndan einfara og ég ver miklum tíma einn hérna í herberginu mínu. Síðan fer ég líka út og blanda geði við fólk. Ég sæki til dæmis hugleiðslu og á vini af menntaskólaárunum sem ég er í góðu sambandi við. Vissulega langar mig í kærustu en ástin er eitt af þessum flóknu fyrirbærum sem maður verður svolítið að taka einbeitinguna af til þess að leyfa henni að blómstra. Maður getur ekki náð árangri á sviði ástarinnar með því að ganga of mikið á eftir henni.“ Engill Bjartur segist hafa áttað sig á því að sem skáld þarf hann líka að hlúa að viðskiptahlið listarinnar. Hann hafi alla tíð viljað vera óháður öðrum og búa við fjárhagslegt öryggi og því hafi hann fljótlega farið að líta á skáldskap sinn sem nokkurskonar rekstur. Með öðrum orðum þá lítur Engill á sig sem athafnarmann á akri ljóðsins. „Ég geri allt sjálfur sem við kemur bókunum. Ég yrki ljóðin, ég set þau upp í tölvu, ég hanna kápurnar og ég læt prenta bækurnar. Síðan fer ég sjálfir, geng í hús á höfuðborgarsvæðinu og ég er næstum því búinn að selja öllum hér í Mosfellsbænum og það þýðir það að ég þarf að færa út kvíarnar á nýja staði til að selja á.“ Engill hefur gefið út þessar tvær ljóðabækur. Engli er yfirleitt vel tekið þegar hann birtist óboðin á tröppunum hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins. „Langflestir halda að ég sé eitthvað annað en eitt yngsta starfandi ljóðskáld landsins. Flestir halda að ég sé trúboði eða lakkríssölumaður. Síðan opna ég söluræðuna með því að fara með eins stöku úr fyrstu ljóðabók minni og það fær fólk yfirleitt til að heillast og endar oft á því að fólk vill kaupa af mér bók sem ég árita á staðnum.“ En svona hefur honum tekist ágætlega að ná endum saman og á síðustu árum hefur hann meira að segja ferðast til Bandaríkjanna, Ísrael og Tenerife fyrir ágóðann af ljóðasölunni en þangað hefur hann farið gagngert til að sækja innblástur í komandi verk. Hann vinur nú að skáldsögunni Sannleikur eða lygi sem hann byrjaði á árið 2019. Engill segir að í fyrstu hafi vinir og fjölskylda tekið áformum hans um að verða ljóðskáld fálega. Hann hætti í Menntaskólanum í Reykjavík rétt áður en hann varð 18 ára gamall og það lagðist ekki vel í foreldra hans. Hann hinsvegar hélt ótrauður áfram að yrkja og þegar fyrsta bók hans kom út og viðtökurnar reyndust jákvæðar fóru viðhorf kunningja hans að breytast hratt. „Gamlir vinir sem höfðu aðeins misst trú á mér og hætt að tala við mig komu allir aftur betri og tryggari en aldrei fyrr. Foreldrar mínir fóru að styðja mig sem aldrei fyrr og allir aðrir eru með eindæmum jákvæðir gagnvart þessu sem ég er að gera. Ég er að sjálfsögðu gríðarlega þakklátur fyrir þennan mikla stuðning sem ég fæ.“ Engill er ekki eins og flestir jafnaldrar hans. „Ég er algjör furðufugl en það er allt í góðu lagi. Ég markaðsset mín furðu og skringilegheit og hef gaman af því að vera öðruvísi.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mosfellsbær Bókmenntir Ljóðlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Engill Bjartur Einisson er eitt yngsta starfandi ljóðskáld landsins. Árið 2018 sendi hann frá sér sína fyrstu ljóðabók, Vígslu, sem hefur að geyma fjörutíu frumsamin ljóð og núna í vetur kom út önnur bók hans sem hann kallar Ljóðgæti. Engill Bjartur vekur alls staðar athygli fyrir gott málfar og tungutak en það má með sanni segja að hér sé um að ræða fyrirmyndarfulltrúa sinnar kynslóðar. Í dag er hann 21 árs að verða 22 ára. „Þetta byrjaði allt þegar ég var að verða sautján ára og var í MR. Ég fann að það var einhvern kraftur innra með mér sem þurfti að komast út. Það var þessi sköpunargáfa og ég fann þessa sterku hvöt til að tjá mig og koma frá mér hugsunum á ljóðrænan hátt. Ég fór í skólann í strætó og orti á leiðinni nokkrar stökur og svo fór þetta að vinda upp á sig og varð alltaf meira og meira og ég fór að yrkja lengri ljóð,“ segir Engill í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Engill Bjartur vill meina að skáldaáhugi hans sé meðfæddur og að hann hafi verið listrænn frá blautu barnsbeini. „Þó ég hafi ekki ort sem barn var alltaf þessi skáldlega hugsun til staðar. Þetta minnir mig á annan punkt sem er ennþá mikilvægari og það er grunntungumál ljóðlistarinnar. Málið er að ljóðlist er tungumál út af fyrir sig. Þess vegna get ég líka ort á ensku og meira segja aðeins á þýsku, því það eru þau tungumál sem ég tala.“ Ástin flókið fyrirbæri Og Engill yrkir mikið um ástina. „Ástin á mjög stóran sess í hjarta mínu en ég er reyndar einhleypur ennþá en það er allt í góðu. Það er mjög tímafrekt að vera rithöfundur og ég þarf mikið einrúm. Ég kalla mig félagslyndan einfara og ég ver miklum tíma einn hérna í herberginu mínu. Síðan fer ég líka út og blanda geði við fólk. Ég sæki til dæmis hugleiðslu og á vini af menntaskólaárunum sem ég er í góðu sambandi við. Vissulega langar mig í kærustu en ástin er eitt af þessum flóknu fyrirbærum sem maður verður svolítið að taka einbeitinguna af til þess að leyfa henni að blómstra. Maður getur ekki náð árangri á sviði ástarinnar með því að ganga of mikið á eftir henni.“ Engill Bjartur segist hafa áttað sig á því að sem skáld þarf hann líka að hlúa að viðskiptahlið listarinnar. Hann hafi alla tíð viljað vera óháður öðrum og búa við fjárhagslegt öryggi og því hafi hann fljótlega farið að líta á skáldskap sinn sem nokkurskonar rekstur. Með öðrum orðum þá lítur Engill á sig sem athafnarmann á akri ljóðsins. „Ég geri allt sjálfur sem við kemur bókunum. Ég yrki ljóðin, ég set þau upp í tölvu, ég hanna kápurnar og ég læt prenta bækurnar. Síðan fer ég sjálfir, geng í hús á höfuðborgarsvæðinu og ég er næstum því búinn að selja öllum hér í Mosfellsbænum og það þýðir það að ég þarf að færa út kvíarnar á nýja staði til að selja á.“ Engill hefur gefið út þessar tvær ljóðabækur. Engli er yfirleitt vel tekið þegar hann birtist óboðin á tröppunum hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins. „Langflestir halda að ég sé eitthvað annað en eitt yngsta starfandi ljóðskáld landsins. Flestir halda að ég sé trúboði eða lakkríssölumaður. Síðan opna ég söluræðuna með því að fara með eins stöku úr fyrstu ljóðabók minni og það fær fólk yfirleitt til að heillast og endar oft á því að fólk vill kaupa af mér bók sem ég árita á staðnum.“ En svona hefur honum tekist ágætlega að ná endum saman og á síðustu árum hefur hann meira að segja ferðast til Bandaríkjanna, Ísrael og Tenerife fyrir ágóðann af ljóðasölunni en þangað hefur hann farið gagngert til að sækja innblástur í komandi verk. Hann vinur nú að skáldsögunni Sannleikur eða lygi sem hann byrjaði á árið 2019. Engill segir að í fyrstu hafi vinir og fjölskylda tekið áformum hans um að verða ljóðskáld fálega. Hann hætti í Menntaskólanum í Reykjavík rétt áður en hann varð 18 ára gamall og það lagðist ekki vel í foreldra hans. Hann hinsvegar hélt ótrauður áfram að yrkja og þegar fyrsta bók hans kom út og viðtökurnar reyndust jákvæðar fóru viðhorf kunningja hans að breytast hratt. „Gamlir vinir sem höfðu aðeins misst trú á mér og hætt að tala við mig komu allir aftur betri og tryggari en aldrei fyrr. Foreldrar mínir fóru að styðja mig sem aldrei fyrr og allir aðrir eru með eindæmum jákvæðir gagnvart þessu sem ég er að gera. Ég er að sjálfsögðu gríðarlega þakklátur fyrir þennan mikla stuðning sem ég fæ.“ Engill er ekki eins og flestir jafnaldrar hans. „Ég er algjör furðufugl en það er allt í góðu lagi. Ég markaðsset mín furðu og skringilegheit og hef gaman af því að vera öðruvísi.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mosfellsbær Bókmenntir Ljóðlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira