Alfreð sendi Guðjóni Val fallega kveðju: „Einn af bestu leikmönnum og karakterum sem ég hef þjálfað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2020 10:00 Guðjón Valur Sigurðsson varð tvisvar sinnum Þýskalandsmeistari undir stjórn Alfreðs Gislasonar hjá Kiel. vísir/epa Alfreð Gíslason talaði afar vel um Guðjón Val Sigurðsson í kveðju sem hann sendi landsliðsfyrirliðanum fyrrverandi í Seinni bylgjunni. „Að þú sért hættur eru sorgartíðindi fyrir alla handboltaaðdáendur. Ég mjög stoltur að hafa þjálfað þig. Þú ert án efa einn af bestu leikmönnum sem ég hef þjálfað, líka einn af bestu karakterum sem ég hef þjálfað,“ sagði Alfreð. Guðjón Valur lék undir stjórn Alfreðs hjá Gummersbach og Kiel í Þýskalandi og íslenska landsliðinu. Þeir þekkjast því afar vel. „Það er sorglegt að þú sért kominn á fimmtugsaldurinn en líka að þú sért að hætta þrátt fyrir þennan aldur. Því ég held að 95 prósent af öllum leikmönnum nái aldrei því líkamlega atgervi sem þú býrð enn yfir í dag,“ sagði Alfreð. „Ég óska þér alls hins besta elsku karlinn minn og reyndu nú aðeins að slappa af og njóta lífsins áður en baráttan byrjar aftur.“ Alfreð hætti hjá Kiel í fyrra eftir ellefu ára starf. Hann er nú tekinn við þýska landsliðinu.vísir/epa Alltaf hægt að leita til Alfreðs Guðjón Valur fór líka fögrum orðum um Alfreð og segir hann hafa haft mikil áhrif á sig, ekki bara sem handboltamann. „Hann er frábær þjálfari og allt það en hann hefur haft meiri áhrif á mig sem karakter. Hann hefur alltaf fylgst með manni. Ég hef alltaf getað hringt í hann eða skrifað honum, sama hvað er,“ sagði Guðjón Valur um Alfreð. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja Alfreðs til Guðjóns Vals Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir Patrekur rifjaði upp þegar hann sagði þjálfara Essen að Guðjón Valur væri mjög ósáttur hjá félaginu Patrekur Jóhannesson sendi Guðjóni Val Sigurðssyni góða kveðju í Seinni bylgjunni og rifjaði upp skemmtilega sögu frá því þeir léku saman með TUSEM Essen í Þýskalandi. 7. maí 2020 10:00 Kveðjan frá Arnóri Atla hafði mikil áhrif á Guðjón Val Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson er bæði búnir að þekkjast lengi og spiluðu líka mjög lengi saman inn á handboltavellinum. Kveðja Arnórs hitti Guðjón Val því beint í hjartastað. 6. maí 2020 11:30 Sagði að Guðjón Valur væri eins og svangur hundur Guðjón Valur Sigurðsson varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili með Gummersbach. 5. maí 2020 13:00 Varð mjög fúll og hellti sér yfir Guðjón Val þegar hann hætti í fótboltanum Handboltagoðsögnin Guðjón Valur Sigurðsson var líka í fótbolta þegar hann var yngri og sumir voru ekki alltof ánægðir með hann á sínum tíma þegar Guðjón valdi handboltann yfir fótboltann. 5. maí 2020 11:30 Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Guðjón Valur Sigurðsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar í Seinni bylgjuna í gær og fór yfir ferilinn. Hann ræddi líka nýja starfið sem þjálfari Gummersbach. 5. maí 2020 09:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Alfreð Gíslason talaði afar vel um Guðjón Val Sigurðsson í kveðju sem hann sendi landsliðsfyrirliðanum fyrrverandi í Seinni bylgjunni. „Að þú sért hættur eru sorgartíðindi fyrir alla handboltaaðdáendur. Ég mjög stoltur að hafa þjálfað þig. Þú ert án efa einn af bestu leikmönnum sem ég hef þjálfað, líka einn af bestu karakterum sem ég hef þjálfað,“ sagði Alfreð. Guðjón Valur lék undir stjórn Alfreðs hjá Gummersbach og Kiel í Þýskalandi og íslenska landsliðinu. Þeir þekkjast því afar vel. „Það er sorglegt að þú sért kominn á fimmtugsaldurinn en líka að þú sért að hætta þrátt fyrir þennan aldur. Því ég held að 95 prósent af öllum leikmönnum nái aldrei því líkamlega atgervi sem þú býrð enn yfir í dag,“ sagði Alfreð. „Ég óska þér alls hins besta elsku karlinn minn og reyndu nú aðeins að slappa af og njóta lífsins áður en baráttan byrjar aftur.“ Alfreð hætti hjá Kiel í fyrra eftir ellefu ára starf. Hann er nú tekinn við þýska landsliðinu.vísir/epa Alltaf hægt að leita til Alfreðs Guðjón Valur fór líka fögrum orðum um Alfreð og segir hann hafa haft mikil áhrif á sig, ekki bara sem handboltamann. „Hann er frábær þjálfari og allt það en hann hefur haft meiri áhrif á mig sem karakter. Hann hefur alltaf fylgst með manni. Ég hef alltaf getað hringt í hann eða skrifað honum, sama hvað er,“ sagði Guðjón Valur um Alfreð. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja Alfreðs til Guðjóns Vals Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir Patrekur rifjaði upp þegar hann sagði þjálfara Essen að Guðjón Valur væri mjög ósáttur hjá félaginu Patrekur Jóhannesson sendi Guðjóni Val Sigurðssyni góða kveðju í Seinni bylgjunni og rifjaði upp skemmtilega sögu frá því þeir léku saman með TUSEM Essen í Þýskalandi. 7. maí 2020 10:00 Kveðjan frá Arnóri Atla hafði mikil áhrif á Guðjón Val Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson er bæði búnir að þekkjast lengi og spiluðu líka mjög lengi saman inn á handboltavellinum. Kveðja Arnórs hitti Guðjón Val því beint í hjartastað. 6. maí 2020 11:30 Sagði að Guðjón Valur væri eins og svangur hundur Guðjón Valur Sigurðsson varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili með Gummersbach. 5. maí 2020 13:00 Varð mjög fúll og hellti sér yfir Guðjón Val þegar hann hætti í fótboltanum Handboltagoðsögnin Guðjón Valur Sigurðsson var líka í fótbolta þegar hann var yngri og sumir voru ekki alltof ánægðir með hann á sínum tíma þegar Guðjón valdi handboltann yfir fótboltann. 5. maí 2020 11:30 Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Guðjón Valur Sigurðsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar í Seinni bylgjuna í gær og fór yfir ferilinn. Hann ræddi líka nýja starfið sem þjálfari Gummersbach. 5. maí 2020 09:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Patrekur rifjaði upp þegar hann sagði þjálfara Essen að Guðjón Valur væri mjög ósáttur hjá félaginu Patrekur Jóhannesson sendi Guðjóni Val Sigurðssyni góða kveðju í Seinni bylgjunni og rifjaði upp skemmtilega sögu frá því þeir léku saman með TUSEM Essen í Þýskalandi. 7. maí 2020 10:00
Kveðjan frá Arnóri Atla hafði mikil áhrif á Guðjón Val Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson er bæði búnir að þekkjast lengi og spiluðu líka mjög lengi saman inn á handboltavellinum. Kveðja Arnórs hitti Guðjón Val því beint í hjartastað. 6. maí 2020 11:30
Sagði að Guðjón Valur væri eins og svangur hundur Guðjón Valur Sigurðsson varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili með Gummersbach. 5. maí 2020 13:00
Varð mjög fúll og hellti sér yfir Guðjón Val þegar hann hætti í fótboltanum Handboltagoðsögnin Guðjón Valur Sigurðsson var líka í fótbolta þegar hann var yngri og sumir voru ekki alltof ánægðir með hann á sínum tíma þegar Guðjón valdi handboltann yfir fótboltann. 5. maí 2020 11:30
Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Guðjón Valur Sigurðsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar í Seinni bylgjuna í gær og fór yfir ferilinn. Hann ræddi líka nýja starfið sem þjálfari Gummersbach. 5. maí 2020 09:30