Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 18:19 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. vísir/Egill „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í athugasemd við færslu Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, þar sem hinn síðarnefndi kallar eftir því að frumvarp um rétt ferðaskrifstofa til að endurgreiða viðskiptavinum í formi inneignarnóta. Í pistli Jóhannesar kallaði hann eftir því að umrætt frumvarp yrði samþykkt sem fyrst ella gæti komið til gjaldþrota ferðaskristofa. Skaut hann á Neytendasamtökin, sem lagst hafa gegn frumvarpinu, í leiðinni, það væri ekki í hag neytenda að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota. Breki brást við pistlinum með því að rita athugasemd við færsluna þar sem hann segir frumvarpið ekki til þess fallið að vekja traust á ferðaskrifstofum. „Hvernig eiga neytendur að geta treyst ferðaskrifstofum hér eftir ef „go-to" aðgerðin verður að heimta afturvirkar lagabreytingar til að svína á viðskiptavinum sínum?“ Þá segir hann að Neytendasamtökin hafi vissulega skilning á erfiðri stöðu ferðaskrifstofa, aðrar leiðir væru hins vegar heppilegri til þess að glíma við vanda þeirra, frekar en að varpa honum yfir á viðskiptavini þeirra. „[Þ]ess vegna hafa Neytendasamtökin í um tvo mánuði velt upp ýmsum lausnum sem ekki stangast á við stjórnarskrá. Þar á meðal nokkurskonar útgáfu af dönsku leiðinni, þar sem ferðaskrifstofur geta fengið lán til að greiða út lögbundnar kröfur sínar. Með þeirri lausn fara saman hagsmunir Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Neytendasamtakanna, því hvernig á fólk annars að geta ferðast innanlands í sumar ef ferðasjóðurinn er fastur í ferð sem verður ekki farin og inneignarnótu sem nýtist ekki fyrr en eftir dúk og disk?“ Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
„Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í athugasemd við færslu Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, þar sem hinn síðarnefndi kallar eftir því að frumvarp um rétt ferðaskrifstofa til að endurgreiða viðskiptavinum í formi inneignarnóta. Í pistli Jóhannesar kallaði hann eftir því að umrætt frumvarp yrði samþykkt sem fyrst ella gæti komið til gjaldþrota ferðaskristofa. Skaut hann á Neytendasamtökin, sem lagst hafa gegn frumvarpinu, í leiðinni, það væri ekki í hag neytenda að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota. Breki brást við pistlinum með því að rita athugasemd við færsluna þar sem hann segir frumvarpið ekki til þess fallið að vekja traust á ferðaskrifstofum. „Hvernig eiga neytendur að geta treyst ferðaskrifstofum hér eftir ef „go-to" aðgerðin verður að heimta afturvirkar lagabreytingar til að svína á viðskiptavinum sínum?“ Þá segir hann að Neytendasamtökin hafi vissulega skilning á erfiðri stöðu ferðaskrifstofa, aðrar leiðir væru hins vegar heppilegri til þess að glíma við vanda þeirra, frekar en að varpa honum yfir á viðskiptavini þeirra. „[Þ]ess vegna hafa Neytendasamtökin í um tvo mánuði velt upp ýmsum lausnum sem ekki stangast á við stjórnarskrá. Þar á meðal nokkurskonar útgáfu af dönsku leiðinni, þar sem ferðaskrifstofur geta fengið lán til að greiða út lögbundnar kröfur sínar. Með þeirri lausn fara saman hagsmunir Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Neytendasamtakanna, því hvernig á fólk annars að geta ferðast innanlands í sumar ef ferðasjóðurinn er fastur í ferð sem verður ekki farin og inneignarnótu sem nýtist ekki fyrr en eftir dúk og disk?“
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira