Sport

Hin fullkomna gjöf á 125 ára afmælinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigríður Jónsdóttir afhendir Snorra Þorvaldssyni, formanni Glímufélagsins Ármanns, viðurkenningarskjalið í gær.
Sigríður Jónsdóttir afhendir Snorra Þorvaldssyni, formanni Glímufélagsins Ármanns, viðurkenningarskjalið í gær. Mynd/Heimasíða Ármanns
Glímufélagið Ármann og allar starfandi deildir félagsins hlutu í gær gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarfélag Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Viðurkenningin var afhent á 125 ára afmæli félagsins.

Sigríður Jónsdóttir, formaður þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, afhenti aðalstjórn og deildum félagsins viðurkenningu þessu til staðfestingar.

Í tilkynningu á heimasíðu frjálsíþróttadeildar Ármanns kemur fram að Reykjavíkurfélagið gamla og rótgróna sé vel þekkt.  Á vitorði færri sé að rekstur og skipulag félagsins hafi verið undanfarin ár og sé til fyrirmyndar. Félagið sé stórt og fjölbreytt fjölgreinafélag, með flestar virkar íþróttir fjölgreinafélaga borgarinnar.

Freyr Ólafsson, formaður frjálsíþróttadeildarinnar, tók við viðurkenningunni fyrir hönd deildarinnar.Mynd/Heimasíða Ármanns



Fleiri fréttir

Sjá meira


×