Bandaríska fimleikakonan Nia Dennis heillaði alla upp úr skónum með gólfæfingum sínum á dögunum en hún var þá að keppa með UCLA skólaliðinu á fimleikamóti.
Nia Dennis er ein af mörgum aðdáendum tónlistarkonunnar Beyoncé og hún ákvað að útfæra gólfæfingar sínar í kringum lög og danshreyfingar Beyoncé sem eru fyrir löngu orðnar heimsfrægir.
Nia Dennis hélt upp á 21 árs afmælið sitt með þessari eftirminnilegu frammistöðu sinni. Hún vakti fyrst athygli í fyrra þegar hún skrifaði nafnið sitt, „Nia“ í lausu lofti í einni æfingunni sinni. Nú var aftur á móti komið að því að heiðra drottningu tónlistarheimsins.
UCLA gymnast Nia Dennis absolutely nailed this Beyoncé-inspired floor routine https://t.co/fxfQ2XvTNP
— Sports Illustrated (@SInow) February 28, 2020
Nia Dennis var þarna að keppa með UCLA háskólanum á móti Utah. Hún fékk reyndar ekki 10 fyrir frammistöðu sína en það er enginn að kvarta yfir einkunn upp á 9.975.
Það má sjá þessar frábæru æfingar hennar hér fyrir neðan. Það er ekkert skrýtið að þær hafi slegið í gegn og farið út um allt á samfélagsmiðlum sem og netmiðlum.
A homecoming performance that would make @Beyonce proud! @DennisNia made us lose our breath with her 9.975 on floor exercise last weekend in Pauley.
— UCLA Gymnastics (@uclagymnastics) February 28, 2020
Who else is crazy in love with her routine? pic.twitter.com/XE4VvTrZOK