Átta þjóðir tryggðu sér í kvöld sæti á HM í handbolta í Frakklandi en úrslitamótið fer fram í janúar á næsta ári.
Þjóðirnar átta sem tryggðu sér farseðlana í dag eru Danmörk, Svíþjóð, Rússland, Pólland, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Makedónía og Slóvenía
Aðeins eitt laust sæti er nú eftir í umspilinu en Ísland og Portúgal keppa um það í Portúgal annað kvöld.
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu eru komnir á HM eftir þriggja marka sigur á Austurríki í Vín, 23-20. Danska landsliðið vann fyrri leikinn með átta marka mun og komst því örugglega inn á HM. Patreki Jóhannessyni tókst því ekki að koma austurríska landsliðinu á HM.
Það var mikil spenna í viðureign Tékklands og Makedóníu. Tékkar unnu fyrri leikinn með sex mörkum en það nægði ekki því Makedóníumenn tryggðu sér sæti á HM með sjö marka sigri á heimavelli sínum í dag, 34-27.
Rússar höfðu mikla yfirburði á móti Svartfellingum, unnu seinni leikinn með 10 mörk í Svartfjallalandi i dag, 29-19, og þar með samanlagt með sautján mörkum.
Svíar gerðu 27-27 jafntefli í Bosníu í dag en þeir þurftu ekki að hafa miklar áhyggjur eftir átta marka sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð.
Hollendingar unnu eins marks sigur í seinni leiknum á móti Póllandi, 25-24, en Pólverjar fóru áfram á sex marka sigri í fyrri leiknum.
Ungverjar unnu báða leikina á móti Serbum, þann fyrri með einu marki í Serbíu og svo þann síðari með fimm mörkum, 30-25, í Ungverjalandi í dag.
Hvít-Rússar sluppu með skrekkinn á móti Lettum eftir 28-26 tap í Lettlandi í dag. Hvít-rússneska liðið vann fyrri leikinn 26-24 og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Slóvenar höfðu fyrr í dag tryggt sér sæti á HM þrátt fyrir tveggja marka tap í Noregi. Slóvenska liðið vann fyrri leikinn með sex marka mun á heimavelli sínum.
Guðmundur sló Patrek út | Þessar átta þjóðir komust á HM í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn