Reynsluboltar í akstri á Suðurskautslandinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2013 07:00 Í Walking with the wounded-ferðinni voru 32 í hópnum með Íslendingunum fjórum, kvikmyndagerðarmönnum og læknum. Emil Grímsson leiðangursstjóri segir hópinn hafa verið ánægðan með ferðina. Mynd/artictrucks „Það hefur verið ótrúlega mikið um að vera hjá okkur þetta tímabilið. Það sem Arctic Trucks (AT) gerir þarna suður frá er að styðja við ýmis verkefni og að þessu sinni snúast öll verkefnin um fólk sem er að fara á suðurpólinn. Við erum t.d. með Walking with the wounded-verkefnið sem var að klárast í fyrradag og gekk ótrúlega vel,“ segir Guðmundur Guðjónsson, verkefnisstjóri suðurpólsverkefna hjá Arctic Trucks. Annað verkefni fyrirtækisins sem kláraðist nýverið snýr að mönnum frá Bandaríkjunum sem settu sér það markmið að keyra Toyota-bílum í öllum heimsálfunum sjö. Arctic Trucks hjálpaði þeim að skipuleggja ferðina og eftir að þeir komu í æfingaferð til Íslands keyptu þeir einn bíl og fyrirtækið lánaði þeim annan, auk bílstjóra og viðgerðarmanns. Þeir keyrðu um 6.000 kílómetra á 13 dögum, þvert yfir Suðurskautslandið og til baka. Þegar best gekk náðu þeir að fara 800 km á einum sólarhring og notaði hvor bíll um sig 2.800 lítra af olíu. Nokkur heimsmet féllu í þessum leiðangri. „Það er alveg sama hvað maður skoðar í þessum leiðangri, það er allt heimsmet. Það hefur aldrei verið farið á svona skömmum tíma fram og til baka yfir skautið og eins eiga þeir stysta tímann frá ströndu á pólinn. Þeir fóru á pólinn á undir 30 tímum frá Ross-íshellunni.“ Tveir leiðangrar eru enn í gangi, annar snýr að manni sem mun reyna að setja hraðamet í að ferðast á suðurpólinn á gönguskíðum og þá á innan við 22 dögum. Svo munu tveir bílar frá AT fylgja ungri konu á Ross-íshelluna á næstu dögum. Hún ætlar sér að setja heimsmet og hjóla frá ströndinni á pólinn. Sex bílar frá AT eru staðsettir á suðurskautinu allt árið um kring og eru látnir standa úti yfir veturinn. „Við reynum að staðsetja á stöðum þar sem blæs af þeim og þar eru þeir bundnir niður svo þeir fjúki ekki. Við lokum svo fyrir öll göt þar sem snjór gæti hugsanlega smogið inn. Það er alveg ótrúlegt að stundum erum við ekki nema um klukkutíma að ná bílunum í gang.“ Fyrir þetta ár var samanlögð reynsla Arctic Trucks á suðurskautinu 47 mánuðir. „Tveir af strákunum fóru núna í fimmta skipti, en það eru mjög fáir sem hafa komið svo oft þangað. Þeir hafa ferðast þvers og kruss um og við erum komnir með ótrúlega mikla reynslu.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
„Það hefur verið ótrúlega mikið um að vera hjá okkur þetta tímabilið. Það sem Arctic Trucks (AT) gerir þarna suður frá er að styðja við ýmis verkefni og að þessu sinni snúast öll verkefnin um fólk sem er að fara á suðurpólinn. Við erum t.d. með Walking with the wounded-verkefnið sem var að klárast í fyrradag og gekk ótrúlega vel,“ segir Guðmundur Guðjónsson, verkefnisstjóri suðurpólsverkefna hjá Arctic Trucks. Annað verkefni fyrirtækisins sem kláraðist nýverið snýr að mönnum frá Bandaríkjunum sem settu sér það markmið að keyra Toyota-bílum í öllum heimsálfunum sjö. Arctic Trucks hjálpaði þeim að skipuleggja ferðina og eftir að þeir komu í æfingaferð til Íslands keyptu þeir einn bíl og fyrirtækið lánaði þeim annan, auk bílstjóra og viðgerðarmanns. Þeir keyrðu um 6.000 kílómetra á 13 dögum, þvert yfir Suðurskautslandið og til baka. Þegar best gekk náðu þeir að fara 800 km á einum sólarhring og notaði hvor bíll um sig 2.800 lítra af olíu. Nokkur heimsmet féllu í þessum leiðangri. „Það er alveg sama hvað maður skoðar í þessum leiðangri, það er allt heimsmet. Það hefur aldrei verið farið á svona skömmum tíma fram og til baka yfir skautið og eins eiga þeir stysta tímann frá ströndu á pólinn. Þeir fóru á pólinn á undir 30 tímum frá Ross-íshellunni.“ Tveir leiðangrar eru enn í gangi, annar snýr að manni sem mun reyna að setja hraðamet í að ferðast á suðurpólinn á gönguskíðum og þá á innan við 22 dögum. Svo munu tveir bílar frá AT fylgja ungri konu á Ross-íshelluna á næstu dögum. Hún ætlar sér að setja heimsmet og hjóla frá ströndinni á pólinn. Sex bílar frá AT eru staðsettir á suðurskautinu allt árið um kring og eru látnir standa úti yfir veturinn. „Við reynum að staðsetja á stöðum þar sem blæs af þeim og þar eru þeir bundnir niður svo þeir fjúki ekki. Við lokum svo fyrir öll göt þar sem snjór gæti hugsanlega smogið inn. Það er alveg ótrúlegt að stundum erum við ekki nema um klukkutíma að ná bílunum í gang.“ Fyrir þetta ár var samanlögð reynsla Arctic Trucks á suðurskautinu 47 mánuðir. „Tveir af strákunum fóru núna í fimmta skipti, en það eru mjög fáir sem hafa komið svo oft þangað. Þeir hafa ferðast þvers og kruss um og við erum komnir með ótrúlega mikla reynslu.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira