Reynsluboltar í akstri á Suðurskautslandinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2013 07:00 Í Walking with the wounded-ferðinni voru 32 í hópnum með Íslendingunum fjórum, kvikmyndagerðarmönnum og læknum. Emil Grímsson leiðangursstjóri segir hópinn hafa verið ánægðan með ferðina. Mynd/artictrucks „Það hefur verið ótrúlega mikið um að vera hjá okkur þetta tímabilið. Það sem Arctic Trucks (AT) gerir þarna suður frá er að styðja við ýmis verkefni og að þessu sinni snúast öll verkefnin um fólk sem er að fara á suðurpólinn. Við erum t.d. með Walking with the wounded-verkefnið sem var að klárast í fyrradag og gekk ótrúlega vel,“ segir Guðmundur Guðjónsson, verkefnisstjóri suðurpólsverkefna hjá Arctic Trucks. Annað verkefni fyrirtækisins sem kláraðist nýverið snýr að mönnum frá Bandaríkjunum sem settu sér það markmið að keyra Toyota-bílum í öllum heimsálfunum sjö. Arctic Trucks hjálpaði þeim að skipuleggja ferðina og eftir að þeir komu í æfingaferð til Íslands keyptu þeir einn bíl og fyrirtækið lánaði þeim annan, auk bílstjóra og viðgerðarmanns. Þeir keyrðu um 6.000 kílómetra á 13 dögum, þvert yfir Suðurskautslandið og til baka. Þegar best gekk náðu þeir að fara 800 km á einum sólarhring og notaði hvor bíll um sig 2.800 lítra af olíu. Nokkur heimsmet féllu í þessum leiðangri. „Það er alveg sama hvað maður skoðar í þessum leiðangri, það er allt heimsmet. Það hefur aldrei verið farið á svona skömmum tíma fram og til baka yfir skautið og eins eiga þeir stysta tímann frá ströndu á pólinn. Þeir fóru á pólinn á undir 30 tímum frá Ross-íshellunni.“ Tveir leiðangrar eru enn í gangi, annar snýr að manni sem mun reyna að setja hraðamet í að ferðast á suðurpólinn á gönguskíðum og þá á innan við 22 dögum. Svo munu tveir bílar frá AT fylgja ungri konu á Ross-íshelluna á næstu dögum. Hún ætlar sér að setja heimsmet og hjóla frá ströndinni á pólinn. Sex bílar frá AT eru staðsettir á suðurskautinu allt árið um kring og eru látnir standa úti yfir veturinn. „Við reynum að staðsetja á stöðum þar sem blæs af þeim og þar eru þeir bundnir niður svo þeir fjúki ekki. Við lokum svo fyrir öll göt þar sem snjór gæti hugsanlega smogið inn. Það er alveg ótrúlegt að stundum erum við ekki nema um klukkutíma að ná bílunum í gang.“ Fyrir þetta ár var samanlögð reynsla Arctic Trucks á suðurskautinu 47 mánuðir. „Tveir af strákunum fóru núna í fimmta skipti, en það eru mjög fáir sem hafa komið svo oft þangað. Þeir hafa ferðast þvers og kruss um og við erum komnir með ótrúlega mikla reynslu.“ Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Það hefur verið ótrúlega mikið um að vera hjá okkur þetta tímabilið. Það sem Arctic Trucks (AT) gerir þarna suður frá er að styðja við ýmis verkefni og að þessu sinni snúast öll verkefnin um fólk sem er að fara á suðurpólinn. Við erum t.d. með Walking with the wounded-verkefnið sem var að klárast í fyrradag og gekk ótrúlega vel,“ segir Guðmundur Guðjónsson, verkefnisstjóri suðurpólsverkefna hjá Arctic Trucks. Annað verkefni fyrirtækisins sem kláraðist nýverið snýr að mönnum frá Bandaríkjunum sem settu sér það markmið að keyra Toyota-bílum í öllum heimsálfunum sjö. Arctic Trucks hjálpaði þeim að skipuleggja ferðina og eftir að þeir komu í æfingaferð til Íslands keyptu þeir einn bíl og fyrirtækið lánaði þeim annan, auk bílstjóra og viðgerðarmanns. Þeir keyrðu um 6.000 kílómetra á 13 dögum, þvert yfir Suðurskautslandið og til baka. Þegar best gekk náðu þeir að fara 800 km á einum sólarhring og notaði hvor bíll um sig 2.800 lítra af olíu. Nokkur heimsmet féllu í þessum leiðangri. „Það er alveg sama hvað maður skoðar í þessum leiðangri, það er allt heimsmet. Það hefur aldrei verið farið á svona skömmum tíma fram og til baka yfir skautið og eins eiga þeir stysta tímann frá ströndu á pólinn. Þeir fóru á pólinn á undir 30 tímum frá Ross-íshellunni.“ Tveir leiðangrar eru enn í gangi, annar snýr að manni sem mun reyna að setja hraðamet í að ferðast á suðurpólinn á gönguskíðum og þá á innan við 22 dögum. Svo munu tveir bílar frá AT fylgja ungri konu á Ross-íshelluna á næstu dögum. Hún ætlar sér að setja heimsmet og hjóla frá ströndinni á pólinn. Sex bílar frá AT eru staðsettir á suðurskautinu allt árið um kring og eru látnir standa úti yfir veturinn. „Við reynum að staðsetja á stöðum þar sem blæs af þeim og þar eru þeir bundnir niður svo þeir fjúki ekki. Við lokum svo fyrir öll göt þar sem snjór gæti hugsanlega smogið inn. Það er alveg ótrúlegt að stundum erum við ekki nema um klukkutíma að ná bílunum í gang.“ Fyrir þetta ár var samanlögð reynsla Arctic Trucks á suðurskautinu 47 mánuðir. „Tveir af strákunum fóru núna í fimmta skipti, en það eru mjög fáir sem hafa komið svo oft þangað. Þeir hafa ferðast þvers og kruss um og við erum komnir með ótrúlega mikla reynslu.“
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira