Lekinn algerlega óþolandi 13. október 2005 14:44 Guðmundur Árni Stefánsson, fyrsti varaforseti Alþingis, segir það algerlega óþolandi að stefnuræða forsætisráðherra skuli hafa lekið til fjölmiðla, áður en hún er flutt, annað árið í röð. Hann segir að í raun sé fátt hægt að gera til að stöðva slíkan leka og hann er þeirrar trúar að sami þingmaður hafi lekið ræðunni í fyrra og núna. Stöð 2 greindi frá innihaldi stefnuræðu forsætisráðherra í fyrra áður en ráðherra flutti hana á Alþingi. Nú hefur það sama gerst - ræðan hefur lekið til fjölmiðla fyrir flutning. DV greinir frá innihaldi ræðunnar í dag. Guðmundur Árni segir ræðunni dreift til þingmanna nokkrum dögum fyrir flutning hennar svo þeir geti kynnt sér innihald hennar og tekið þátt í eldhúsdeginum sem er í kvöld. Hann segir það sér algjörlega óskiljanlegt að einhver þingmanna skuli finna hjá sér hvöt til að leka henni til fjölmiðla og segir Guðmundur að með þessu geri þingmaðurinn hina að blórabögglum því allir liggi undir grun. Alþingismennirnir 63 fá ræðuna þremur dögum áður en forsætisráðherra flytur hana. Guðmundur segist ekki hafa neinn einstakan þingmann undir grun en væntir þess að sá hinn sami sjái að sér. Hann segir að málið hafi verið rætt í forsætisnefnd í fyrra en að enginn botn hafi fengist í það þá. Málið hafi ennfremur verið rætt í þingflokki Samfylkingarinnar þar sem allir sóru af sér að hafa lekið ræðunni í fjölmiðla. Guðmundur Árni gerir ráð fyrir að aðrir þingflokkar hafi gert slíkt hið sama. Guðmundur segir að í fyrra hafi menn viðrað þá hugmynd að einungis þeir þingmenn sem taki þátt í umræðunum fái ræðuna fyrirfram, og eins hafi Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, léð máls á að breyta þingsköpum til að koma í veg fyrir að þetta endurtæki sig. Guðmundur Árni er ekki hrifinn af þessum hugmyndum því hann neitar að trúa því að það verði viðtekin venja að menn leki trúnaðarupplýsingum til fjölmiðla. Forsætisráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu vegna málsins í morgun eins og greint var frá á Vísi. Ráðuneytið harmar að þetta skuli gerast annað árið í röð og ætlar forsætisráðherra að óska eftir viðræðum um málið við forseta Alþingis. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson, fyrsti varaforseti Alþingis, segir það algerlega óþolandi að stefnuræða forsætisráðherra skuli hafa lekið til fjölmiðla, áður en hún er flutt, annað árið í röð. Hann segir að í raun sé fátt hægt að gera til að stöðva slíkan leka og hann er þeirrar trúar að sami þingmaður hafi lekið ræðunni í fyrra og núna. Stöð 2 greindi frá innihaldi stefnuræðu forsætisráðherra í fyrra áður en ráðherra flutti hana á Alþingi. Nú hefur það sama gerst - ræðan hefur lekið til fjölmiðla fyrir flutning. DV greinir frá innihaldi ræðunnar í dag. Guðmundur Árni segir ræðunni dreift til þingmanna nokkrum dögum fyrir flutning hennar svo þeir geti kynnt sér innihald hennar og tekið þátt í eldhúsdeginum sem er í kvöld. Hann segir það sér algjörlega óskiljanlegt að einhver þingmanna skuli finna hjá sér hvöt til að leka henni til fjölmiðla og segir Guðmundur að með þessu geri þingmaðurinn hina að blórabögglum því allir liggi undir grun. Alþingismennirnir 63 fá ræðuna þremur dögum áður en forsætisráðherra flytur hana. Guðmundur segist ekki hafa neinn einstakan þingmann undir grun en væntir þess að sá hinn sami sjái að sér. Hann segir að málið hafi verið rætt í forsætisnefnd í fyrra en að enginn botn hafi fengist í það þá. Málið hafi ennfremur verið rætt í þingflokki Samfylkingarinnar þar sem allir sóru af sér að hafa lekið ræðunni í fjölmiðla. Guðmundur Árni gerir ráð fyrir að aðrir þingflokkar hafi gert slíkt hið sama. Guðmundur segir að í fyrra hafi menn viðrað þá hugmynd að einungis þeir þingmenn sem taki þátt í umræðunum fái ræðuna fyrirfram, og eins hafi Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, léð máls á að breyta þingsköpum til að koma í veg fyrir að þetta endurtæki sig. Guðmundur Árni er ekki hrifinn af þessum hugmyndum því hann neitar að trúa því að það verði viðtekin venja að menn leki trúnaðarupplýsingum til fjölmiðla. Forsætisráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu vegna málsins í morgun eins og greint var frá á Vísi. Ráðuneytið harmar að þetta skuli gerast annað árið í röð og ætlar forsætisráðherra að óska eftir viðræðum um málið við forseta Alþingis.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira