Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2020 22:00 Árni Friðriksson lagði upp í loðnuleitina í dag frá olíubryggjunni í Örfirisey í Reykjavík þar sem hann var fylltur af olíu. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. Leiðangursstjórinn kveðst samt ekki of bjartsýnn en vill þó lifa í voninni. Myndir frá brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Um tuttugu manna áhöfn er um borð, þar af fimm vísindamenn, en fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri. „Ásamt Árna Friðrikssyni þá verða í það minnsta tvö veiðiskip og núna erum við að horfa til að það verði Polar Amaroq, sem er grænlenskt veiðiskip, og Hákon, - þeir muni taka þátt í þessu með okkur. Þar erum við með fólk frá okkur á Hafró um borð hjá þeim,“ segir Birkir. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Óvíst var hvort hægt yrði að hefja leiðangurinn í dag vegna veðurs. „Við ætlum að fara austur fyrir land, suður um, og erum svona að sæta lagi eins og veður leyfir, og þar ætlum við að byrja.“ Leitin mun einkum beinast að hafsvæðum undan Norður- og Austurlandi en fregnir hafa verið að berast af loðnu. „Við höfum heyrt af loðnu, reyndar bæði af Vestfjarðamiðum og síðan höfum við núna verið að fá fregnir núna frá Rifsbanka og svo austur um.“ Loðnubrestur í fyrra reyndist áfall fyrir hagkerfið enda er áætlað að jafnvel léleg loðnuvertíð geti skilað 15-20 milljarða króna útflutningsverðmæti. Það er því mikið undir að eitthvað finnist. Áætlað er leiðangurinn taki nítján daga en hann er undir stjórn Hafrannsóknastofnunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Birkir segir loðnuna mikilvæga afurð en einnig mikilvæga fæðu í vistkerfinu við Ísland. „Við erum ekkert sérstaklega bjartsýnir í ár. Og það er út af því að síðastliðið haust þá kom lítið út úr mælingunni. Og það er á þessum árgangi sem er uppistaðan að veiðistofninum núna,“ segir Birkir. Stefnt er á nítján daga leiðangur. Hann vonast því til að hafa einhver svör í kringum næstu mánaðamót. „En eins og allir, þá bara lifi ég í voninni.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. Leiðangursstjórinn kveðst samt ekki of bjartsýnn en vill þó lifa í voninni. Myndir frá brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Um tuttugu manna áhöfn er um borð, þar af fimm vísindamenn, en fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri. „Ásamt Árna Friðrikssyni þá verða í það minnsta tvö veiðiskip og núna erum við að horfa til að það verði Polar Amaroq, sem er grænlenskt veiðiskip, og Hákon, - þeir muni taka þátt í þessu með okkur. Þar erum við með fólk frá okkur á Hafró um borð hjá þeim,“ segir Birkir. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Óvíst var hvort hægt yrði að hefja leiðangurinn í dag vegna veðurs. „Við ætlum að fara austur fyrir land, suður um, og erum svona að sæta lagi eins og veður leyfir, og þar ætlum við að byrja.“ Leitin mun einkum beinast að hafsvæðum undan Norður- og Austurlandi en fregnir hafa verið að berast af loðnu. „Við höfum heyrt af loðnu, reyndar bæði af Vestfjarðamiðum og síðan höfum við núna verið að fá fregnir núna frá Rifsbanka og svo austur um.“ Loðnubrestur í fyrra reyndist áfall fyrir hagkerfið enda er áætlað að jafnvel léleg loðnuvertíð geti skilað 15-20 milljarða króna útflutningsverðmæti. Það er því mikið undir að eitthvað finnist. Áætlað er leiðangurinn taki nítján daga en hann er undir stjórn Hafrannsóknastofnunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Birkir segir loðnuna mikilvæga afurð en einnig mikilvæga fæðu í vistkerfinu við Ísland. „Við erum ekkert sérstaklega bjartsýnir í ár. Og það er út af því að síðastliðið haust þá kom lítið út úr mælingunni. Og það er á þessum árgangi sem er uppistaðan að veiðistofninum núna,“ segir Birkir. Stefnt er á nítján daga leiðangur. Hann vonast því til að hafa einhver svör í kringum næstu mánaðamót. „En eins og allir, þá bara lifi ég í voninni.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15