Sanders lætur til skarar skríða gegn helstu keppinautum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 14:07 Warrren (t.v.) og Sanders (t.h.) þykja lengst til vinstri í forvali demókrata. Þau hafa fram að þessu tekið á hvor öðru með silkihönskum en nú virðist breyting orðin á. Vísir/EPA Sjálfboðaliðar framboðs Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sögðu kjósendum um helgina að Elizabeth Warren, einn helstu keppinauta hans í forvalinu, nyti aðeins stuðnings þeirra ríku og menntuðu. Framboð Sanders er sagt ganga harðar fram gegn keppinautum nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að forvalið hefjist. Warren er sá frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á þessu ári sem stendur Sanders næst hugmyndafræðilega. Þau hafa fram að þessu forðast að gagnrýna hvort annað með beinum hætti. Sanders virðist nú hafa ákveðið að tími sé kominn til að hann beiti sér af meiri hörku gegn Warren og öðrum mótherjum í forvalinu. Politico greindi frá handriti sem sjálfboðaliðum framboðs hans sem hringja í kjósendur í Iowa, þar sem fyrsta forvalið fer fram 3. febrúar, var sagt að lesa fyrir þá sem gáfu til kynna að þeir væru opnir fyrir að kjósa Warren. „Mér líkar við Elizabeth Warren. Hún er í raun í öðru sæti hjá mér. En þetta er það sem ég hef áhyggjur af með hana. Fólkið sem styður hana er mjög menntað, vel stæðara fólk sem á eftir að mæta og kjósa demókrata sama hvað. Hún kemur ekki með neitt nýtt fylgi inn í Demókrataflokkinn,“ segir í handritinu sem sjálfboðaliðar áttu að lesa upp úr, að sögn Politico. Framboð Sanders, sem er sjálfur ekki í Demókrataflokknum heldur situr í öldungadeild Bandaríkjaþings sem óháður þingmaður, hefur ekki neitað því að handritið sé ósvikið. Sanders gerði lítið úr því við fréttamenn í gær, sagði að hann hefði sjálfur aldrei gagnrýnt Warren beint. „Enginn fer að tala illa um Elizabeth Warren,“ fullyrti Sanders. Varar við því að endurtaka erjurnar frá 2016 Warren sagðist í gær hafa orðið fyrir vonbrigðum með að framboð Sanders léti sjálfboðaliða tala illa um sig við kjósendur og hvatti hann til að snúa af þeirri leið. Gaf hún jafnframt í skyn að nokkuð hatrömm kosningabarátta Sanders og Hillary Clinton í forvali flokksins árið 2016 hafi hjálpað Donald Trump forseta. „Við sáum öll áhrif flokkserjanna árið 2016 og við getum ekki endurtekið þær. Demókratar verða að sameina flokkinn og það þýðir að fá alla hluta bandalags flokksins saman,“ sagði Warren. Framboð Sanders hefur einnig beint spjótum sínum í auknum mæli að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en þeir og Warren virðast sigurstranglegust í forvalinu samkvæmt skoðanakönnunum. Sérstaklega hefur framboðið gagnrýnt stuðning Biden við Íraksstríðið og afstöðu hans í kynþáttamálum fyrr á stjórnmálaferli hans, að sögn Washington Post. Síðustu sjónvarpskappræðurnar áður en forvalið hefst fara fram á þriðjudag. Þá takast sex frambjóðendur á í sjónvarpssal. Auk Sanders, Warren og Biden taka þau Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Tom Steyer þátt í kappræðunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Alls safnaði framboðið jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 2. janúar 2020 13:11 Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6. janúar 2020 14:21 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Sjálfboðaliðar framboðs Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sögðu kjósendum um helgina að Elizabeth Warren, einn helstu keppinauta hans í forvalinu, nyti aðeins stuðnings þeirra ríku og menntuðu. Framboð Sanders er sagt ganga harðar fram gegn keppinautum nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að forvalið hefjist. Warren er sá frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á þessu ári sem stendur Sanders næst hugmyndafræðilega. Þau hafa fram að þessu forðast að gagnrýna hvort annað með beinum hætti. Sanders virðist nú hafa ákveðið að tími sé kominn til að hann beiti sér af meiri hörku gegn Warren og öðrum mótherjum í forvalinu. Politico greindi frá handriti sem sjálfboðaliðum framboðs hans sem hringja í kjósendur í Iowa, þar sem fyrsta forvalið fer fram 3. febrúar, var sagt að lesa fyrir þá sem gáfu til kynna að þeir væru opnir fyrir að kjósa Warren. „Mér líkar við Elizabeth Warren. Hún er í raun í öðru sæti hjá mér. En þetta er það sem ég hef áhyggjur af með hana. Fólkið sem styður hana er mjög menntað, vel stæðara fólk sem á eftir að mæta og kjósa demókrata sama hvað. Hún kemur ekki með neitt nýtt fylgi inn í Demókrataflokkinn,“ segir í handritinu sem sjálfboðaliðar áttu að lesa upp úr, að sögn Politico. Framboð Sanders, sem er sjálfur ekki í Demókrataflokknum heldur situr í öldungadeild Bandaríkjaþings sem óháður þingmaður, hefur ekki neitað því að handritið sé ósvikið. Sanders gerði lítið úr því við fréttamenn í gær, sagði að hann hefði sjálfur aldrei gagnrýnt Warren beint. „Enginn fer að tala illa um Elizabeth Warren,“ fullyrti Sanders. Varar við því að endurtaka erjurnar frá 2016 Warren sagðist í gær hafa orðið fyrir vonbrigðum með að framboð Sanders léti sjálfboðaliða tala illa um sig við kjósendur og hvatti hann til að snúa af þeirri leið. Gaf hún jafnframt í skyn að nokkuð hatrömm kosningabarátta Sanders og Hillary Clinton í forvali flokksins árið 2016 hafi hjálpað Donald Trump forseta. „Við sáum öll áhrif flokkserjanna árið 2016 og við getum ekki endurtekið þær. Demókratar verða að sameina flokkinn og það þýðir að fá alla hluta bandalags flokksins saman,“ sagði Warren. Framboð Sanders hefur einnig beint spjótum sínum í auknum mæli að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en þeir og Warren virðast sigurstranglegust í forvalinu samkvæmt skoðanakönnunum. Sérstaklega hefur framboðið gagnrýnt stuðning Biden við Íraksstríðið og afstöðu hans í kynþáttamálum fyrr á stjórnmálaferli hans, að sögn Washington Post. Síðustu sjónvarpskappræðurnar áður en forvalið hefst fara fram á þriðjudag. Þá takast sex frambjóðendur á í sjónvarpssal. Auk Sanders, Warren og Biden taka þau Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Tom Steyer þátt í kappræðunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Alls safnaði framboðið jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 2. janúar 2020 13:11 Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6. janúar 2020 14:21 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Alls safnaði framboðið jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 2. janúar 2020 13:11
Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6. janúar 2020 14:21