Dagblöðin sátu hjá í stærsta sigri Íslands í áraraðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2020 12:00 Mikkel Hansen súr og svekktur eins og danska þjóðin eftir magnaðan sigur íslenska liðsins í Malmö á laugardaginn. EPA/ANDREAS HILLERGREN Meðan öll danska pressan fylgdist skelfingu lostin með leik Íslendinga og Dana þar sem Íslendingar lögðu heims- og ólympíumeistarana sat stór hluti íslenskra fjölmiðla heima. Ríkisútvarpið sendi beint frá leiknum í sjónvarpi og útvarpi og var með íþróttafréttamenn á staðnum auk þess sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar stendur vaktina. En það þykja söguleg tíðindi að enginn fulltrúi íslenskra dagblaða flaug utan til þess að verða vitni að leiknum sögulega. Með fulltrúa frá áttunda áratugnum Karlalandsliðið vann einn sinn fræknasta sigur í áraraðir þegar strákarnir okkar lögðu heims- og ólympíumeistara Danmerkur 31-30 í Malmö á laugardag. Morgunblaðið, elsta starfandi dagblað landsins, hefur sent fulltrúa á stórmót karlalandsliðsins síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Það kom því mörgum í opna skjöldu að miðillinn sendi hvorki blaðamann né ljósmyndara frá Íslandi til Malmö þar sem íslenska liðið spilar. Fréttablaðið hefur sömuleiðis frá stofnun árið 2001 verið fastagestur á stórmótum karlalandsliðsins í janúar. Blaðamaður og ljósmyndari hafa fylgt landsliðinu hvert fótmál. Raunar er svo að Fréttablaðið og Morgunblaðið hafa verið vel skreytt myndum ljósmyndara blaðanna frá EM og HM í handbolta í janúar ár eftir ár. Þær myndir sem birtast nú eru hins vegar úr erlendum myndabönkum. „Íslenska fjölmiðlasveitin hefur lokið störfum,“ sagði fulltrúi íslensku pressunnar á blaðamannafundi með íslenska landsliðinu í gær. Hlegið var að þessum ummælum enda var blaðamannafundurinn í meira lagi fámennur. Tveir íslenskir fjölmiðlar og enginn erlendur. Bagaleg staða „Það er allavega orðið mjög langt síðan það voru svona fáir. Þetta veldur okkur mjög miklum vonbrigðum,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands. Róbert segir mestan söknuð af Morgunblaðinu. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.Vísir/Baldur Hrafnkell „Þeir hafa fylgt okkur yfir undanfarna áratugi,“ segir Róbert. Fjarvera Fréttablaðsins geri stöðuna bagalega enda enginn fulltrúi frá íslenskum dagblöðum að fylgja handboltalandsliðinu eftir. Landsliðið sem margir hafa lýst sem sólarglætu í dimmum janúar ár hvert. Fulltrúar minni miðla, sem flestir eru ekki starfandi í dag, hafa sömuleiðis elt íslenska liðið á stórmót undanfarin ár. Sport.is, handbolti.net, fimmeinn.is og fleiri. Sömuleiðis stuðningssveitir á borð við Í blíðu og stríðu. Enginn slíkur fulltrúi er á ferðinni. Þá var DV með öfluga íþróttadeild á árum áður en Róbert segir miðilinn þó ekki hafa átt fulltrúa á handboltamótunum undanfarin ár. Fækkun íþróttafréttamanna áhyggjuefni Róbert er áhyggjufullur yfir þróuninni. Íþróttafréttamönnum fer fækkandi en skemmst er að minnast þess þegar þremur reynslumiklum íþróttafréttamönnum var sagt upp á Morgunblaðinu í nóvember. Þeirra á meðal reynsluboltar sem hafa fylgt íslenska liðinu undanfarin ár og jafnvel áratugi. „Íþróttir eru ein stærsta fjöldahreyfing landsins. Þegar þeim sem fjalla um íþróttir fækkar þá er það áhyggjuefni fyrir hreyfinguna.“ Hann minnir á að HSÍ sinni sömuleiðis fréttaflutningi á heimasíðu sinni en þar skrifar maður sem kann til verka, Ívar Benediktsson sem var um árabil handboltasérfræðingur Morgunblaðsins fram að uppsögnunum í nóvember. Róbert telur eðlilegt að álykta að fjarvera fjölmiðlanna tengist fjárhagslegum erfiðleikum. Ítrekað hefur komið fram að að einkareknir fjölmiðlar standa höllum fæti hér á landi. Morgunblaðið tapaði til að mynda á fimmta hundrað milljónum í fyrra. Watch the Game Highlights from Denmark vs. Iceland, 01/11/2020 pic.twitter.com/EjPeqCQjSp— EHF EURO (@EHFEURO) January 11, 2020 Riðill Íslands er spilaður í Malmö og telur Róbert að um 200 fjölmiðlamenn séu að fylgjast með gangi mála í riðlinum sem telur fjórar þjóðir. Rússland og Unverjaland auk Danmerkur og Íslands. Meginþorri fjölmiðlamannanna er danskur og sænskur. Svo má þar finna fulltrúa RÚV og Sýnar sem rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Eftir að fréttastofa ræddi við Róbert bárust þær upplýsingar frá Morgunblaðinu að blaðið hefði tryggt sér þjónustu íslensks ljósmyndara sem búsettur er í Danmörku. Sá var viðstaddur leikinn við Danmörku og sótti stuðningsmannahitting fyrir leikinn. Erfitt að fá fjölmiðlapassa úr þessu Telja má líklegt að ritstjórar á Fréttablaðinu og Morgunblaðinu velti í það minnsta fyrir sér, í ljósi sigursins óvænta á laugardaginn, að koma fulltrúum sínum í flug til Kaupmannahafnar og til Malmö. Það getur hins vegar reynst erfitt að útvega sér fjölmiðlapassa þegar mótið er hafið. Slíkt þarf að fara sínar leiðir. „Við myndum að sjálfsögðu reyna að aðstoða alla við að fá réttindi,“ segir Róbert Geir þótt engu sé hægt að lofa. Fjölmiðlafólki fjölgi enn frekar þegar milliriðlarnir fara í gang. Ljóst er að milliriðill Íslands, komist okkar menn þangað, verður spilaður í Malmö. Huge celebrations by @HSI_Iceland after Bjorgvinn Pall Gustavsson saves the last penalty and gives them a 31:30 victory over @dhf_haandbold #ehfeuro2020 #dreamwinremember pic.twitter.com/BvlD2t0NWs— EHF EURO (@EHFEURO) January 11, 2020 EM 2020 í handbolta Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppgjör Henrys: Galdramaðurinn Gullmundur launaði Dönum lambið gráa Guðmundur Þórður Guðmundsson skilaði Dönum Ólympíugulli en fékk aldrei þá virðingu sem hann átti skilið þar í landi. Danir læra kannski að bera almennilega virðingu fyrir manninum eftir leik kvöldsins sem Íslendingar unnu með glæsibrag, 31-30. 11. janúar 2020 20:30 Svona var stemmningin í stúkunni þegar sigurinn var í höfn | Myndband Ísland byrjaði Evrópumótið 2020 á því að vinna heims- og Ólympíumeistara Danmerkur. 11. janúar 2020 23:35 Martröð, hefnd Guðmundar og þjófnaður meðal umsagna dönsku miðlanna eftir tapið gegn Íslandi Danskir miðlar voru ekki hrifnir af leik danska landsliðsins í kvöld gegn Íslandi en Ísland vann leik nágrannaþjóðanna með einu marki. 11. janúar 2020 20:01 Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag. 11. janúar 2020 14:38 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Meðan öll danska pressan fylgdist skelfingu lostin með leik Íslendinga og Dana þar sem Íslendingar lögðu heims- og ólympíumeistarana sat stór hluti íslenskra fjölmiðla heima. Ríkisútvarpið sendi beint frá leiknum í sjónvarpi og útvarpi og var með íþróttafréttamenn á staðnum auk þess sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar stendur vaktina. En það þykja söguleg tíðindi að enginn fulltrúi íslenskra dagblaða flaug utan til þess að verða vitni að leiknum sögulega. Með fulltrúa frá áttunda áratugnum Karlalandsliðið vann einn sinn fræknasta sigur í áraraðir þegar strákarnir okkar lögðu heims- og ólympíumeistara Danmerkur 31-30 í Malmö á laugardag. Morgunblaðið, elsta starfandi dagblað landsins, hefur sent fulltrúa á stórmót karlalandsliðsins síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Það kom því mörgum í opna skjöldu að miðillinn sendi hvorki blaðamann né ljósmyndara frá Íslandi til Malmö þar sem íslenska liðið spilar. Fréttablaðið hefur sömuleiðis frá stofnun árið 2001 verið fastagestur á stórmótum karlalandsliðsins í janúar. Blaðamaður og ljósmyndari hafa fylgt landsliðinu hvert fótmál. Raunar er svo að Fréttablaðið og Morgunblaðið hafa verið vel skreytt myndum ljósmyndara blaðanna frá EM og HM í handbolta í janúar ár eftir ár. Þær myndir sem birtast nú eru hins vegar úr erlendum myndabönkum. „Íslenska fjölmiðlasveitin hefur lokið störfum,“ sagði fulltrúi íslensku pressunnar á blaðamannafundi með íslenska landsliðinu í gær. Hlegið var að þessum ummælum enda var blaðamannafundurinn í meira lagi fámennur. Tveir íslenskir fjölmiðlar og enginn erlendur. Bagaleg staða „Það er allavega orðið mjög langt síðan það voru svona fáir. Þetta veldur okkur mjög miklum vonbrigðum,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands. Róbert segir mestan söknuð af Morgunblaðinu. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.Vísir/Baldur Hrafnkell „Þeir hafa fylgt okkur yfir undanfarna áratugi,“ segir Róbert. Fjarvera Fréttablaðsins geri stöðuna bagalega enda enginn fulltrúi frá íslenskum dagblöðum að fylgja handboltalandsliðinu eftir. Landsliðið sem margir hafa lýst sem sólarglætu í dimmum janúar ár hvert. Fulltrúar minni miðla, sem flestir eru ekki starfandi í dag, hafa sömuleiðis elt íslenska liðið á stórmót undanfarin ár. Sport.is, handbolti.net, fimmeinn.is og fleiri. Sömuleiðis stuðningssveitir á borð við Í blíðu og stríðu. Enginn slíkur fulltrúi er á ferðinni. Þá var DV með öfluga íþróttadeild á árum áður en Róbert segir miðilinn þó ekki hafa átt fulltrúa á handboltamótunum undanfarin ár. Fækkun íþróttafréttamanna áhyggjuefni Róbert er áhyggjufullur yfir þróuninni. Íþróttafréttamönnum fer fækkandi en skemmst er að minnast þess þegar þremur reynslumiklum íþróttafréttamönnum var sagt upp á Morgunblaðinu í nóvember. Þeirra á meðal reynsluboltar sem hafa fylgt íslenska liðinu undanfarin ár og jafnvel áratugi. „Íþróttir eru ein stærsta fjöldahreyfing landsins. Þegar þeim sem fjalla um íþróttir fækkar þá er það áhyggjuefni fyrir hreyfinguna.“ Hann minnir á að HSÍ sinni sömuleiðis fréttaflutningi á heimasíðu sinni en þar skrifar maður sem kann til verka, Ívar Benediktsson sem var um árabil handboltasérfræðingur Morgunblaðsins fram að uppsögnunum í nóvember. Róbert telur eðlilegt að álykta að fjarvera fjölmiðlanna tengist fjárhagslegum erfiðleikum. Ítrekað hefur komið fram að að einkareknir fjölmiðlar standa höllum fæti hér á landi. Morgunblaðið tapaði til að mynda á fimmta hundrað milljónum í fyrra. Watch the Game Highlights from Denmark vs. Iceland, 01/11/2020 pic.twitter.com/EjPeqCQjSp— EHF EURO (@EHFEURO) January 11, 2020 Riðill Íslands er spilaður í Malmö og telur Róbert að um 200 fjölmiðlamenn séu að fylgjast með gangi mála í riðlinum sem telur fjórar þjóðir. Rússland og Unverjaland auk Danmerkur og Íslands. Meginþorri fjölmiðlamannanna er danskur og sænskur. Svo má þar finna fulltrúa RÚV og Sýnar sem rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Eftir að fréttastofa ræddi við Róbert bárust þær upplýsingar frá Morgunblaðinu að blaðið hefði tryggt sér þjónustu íslensks ljósmyndara sem búsettur er í Danmörku. Sá var viðstaddur leikinn við Danmörku og sótti stuðningsmannahitting fyrir leikinn. Erfitt að fá fjölmiðlapassa úr þessu Telja má líklegt að ritstjórar á Fréttablaðinu og Morgunblaðinu velti í það minnsta fyrir sér, í ljósi sigursins óvænta á laugardaginn, að koma fulltrúum sínum í flug til Kaupmannahafnar og til Malmö. Það getur hins vegar reynst erfitt að útvega sér fjölmiðlapassa þegar mótið er hafið. Slíkt þarf að fara sínar leiðir. „Við myndum að sjálfsögðu reyna að aðstoða alla við að fá réttindi,“ segir Róbert Geir þótt engu sé hægt að lofa. Fjölmiðlafólki fjölgi enn frekar þegar milliriðlarnir fara í gang. Ljóst er að milliriðill Íslands, komist okkar menn þangað, verður spilaður í Malmö. Huge celebrations by @HSI_Iceland after Bjorgvinn Pall Gustavsson saves the last penalty and gives them a 31:30 victory over @dhf_haandbold #ehfeuro2020 #dreamwinremember pic.twitter.com/BvlD2t0NWs— EHF EURO (@EHFEURO) January 11, 2020
EM 2020 í handbolta Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppgjör Henrys: Galdramaðurinn Gullmundur launaði Dönum lambið gráa Guðmundur Þórður Guðmundsson skilaði Dönum Ólympíugulli en fékk aldrei þá virðingu sem hann átti skilið þar í landi. Danir læra kannski að bera almennilega virðingu fyrir manninum eftir leik kvöldsins sem Íslendingar unnu með glæsibrag, 31-30. 11. janúar 2020 20:30 Svona var stemmningin í stúkunni þegar sigurinn var í höfn | Myndband Ísland byrjaði Evrópumótið 2020 á því að vinna heims- og Ólympíumeistara Danmerkur. 11. janúar 2020 23:35 Martröð, hefnd Guðmundar og þjófnaður meðal umsagna dönsku miðlanna eftir tapið gegn Íslandi Danskir miðlar voru ekki hrifnir af leik danska landsliðsins í kvöld gegn Íslandi en Ísland vann leik nágrannaþjóðanna með einu marki. 11. janúar 2020 20:01 Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag. 11. janúar 2020 14:38 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Uppgjör Henrys: Galdramaðurinn Gullmundur launaði Dönum lambið gráa Guðmundur Þórður Guðmundsson skilaði Dönum Ólympíugulli en fékk aldrei þá virðingu sem hann átti skilið þar í landi. Danir læra kannski að bera almennilega virðingu fyrir manninum eftir leik kvöldsins sem Íslendingar unnu með glæsibrag, 31-30. 11. janúar 2020 20:30
Svona var stemmningin í stúkunni þegar sigurinn var í höfn | Myndband Ísland byrjaði Evrópumótið 2020 á því að vinna heims- og Ólympíumeistara Danmerkur. 11. janúar 2020 23:35
Martröð, hefnd Guðmundar og þjófnaður meðal umsagna dönsku miðlanna eftir tapið gegn Íslandi Danskir miðlar voru ekki hrifnir af leik danska landsliðsins í kvöld gegn Íslandi en Ísland vann leik nágrannaþjóðanna með einu marki. 11. janúar 2020 20:01
Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag. 11. janúar 2020 14:38