Legend rýkur upp listana vestanhafs 7. desember 2012 17:30 Ný plata sveitarinnar Legend, með Krumma Björgvinsson, fremstan í flokki, rýkur upp sölulista iTunes vestanhafs. Fór inn á topp 20 í flokki raftónlistar í Kanada á nokkrum dögum og er að nálgast topp 100 í Bandaríkjunum. Þessi velgengni hefur ekki farið framhjá dreifingaraðilum. Plöturisinn HMV, sem rekur 120 verslanir í Kanada, hefur ákveðið að selja plötuna í öllum sínum verslunum í landinu. Þá hefur eitt stærsta dreifingarfyrirtæki Ítalíu, Audioglobe, tekið plötuna upp á sína arma og valið hana sem bestu plötu ársins. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Fearless er fyrsta plata sveitarinnar og skartar hún kraftmikilli elektrónískri rokktónlist. "Hún minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata," sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins í fjögurra stjörnu dómi um Fearless. Vísir frumsýndi nýtt myndband sveitarinnar við lagið City fyrir skemmstu en því leikstýrði Krummi sjálfur. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Ný plata sveitarinnar Legend, með Krumma Björgvinsson, fremstan í flokki, rýkur upp sölulista iTunes vestanhafs. Fór inn á topp 20 í flokki raftónlistar í Kanada á nokkrum dögum og er að nálgast topp 100 í Bandaríkjunum. Þessi velgengni hefur ekki farið framhjá dreifingaraðilum. Plöturisinn HMV, sem rekur 120 verslanir í Kanada, hefur ákveðið að selja plötuna í öllum sínum verslunum í landinu. Þá hefur eitt stærsta dreifingarfyrirtæki Ítalíu, Audioglobe, tekið plötuna upp á sína arma og valið hana sem bestu plötu ársins. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Fearless er fyrsta plata sveitarinnar og skartar hún kraftmikilli elektrónískri rokktónlist. "Hún minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata," sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins í fjögurra stjörnu dómi um Fearless. Vísir frumsýndi nýtt myndband sveitarinnar við lagið City fyrir skemmstu en því leikstýrði Krummi sjálfur. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira