Sigurganga Vals heldur áfram

Valsstúlkur halda áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna og í kvöld valtaði liðið yfir KA/Þór fyrir norðan 7-0. Á sama tíma lögðu Blikastúlkur Keflavík 3-0 í Kópavogi. Valur er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús, 27 stig úr 9 leikjum og Blikar í öðru sæti með 24 stig úr 10 leikjum.