Menning

Leikur eigin tónsmíðar

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Sunna Hún og Bergþór Páls verða í Háteigskirkju í hádeginu á morgun.
Sunna Hún og Bergþór Páls verða í Háteigskirkju í hádeginu á morgun. Mynd/úr einkasafni
Djasspíanistinn Sunna Gunnlaugs fær Bergþór Pálsson söngvara til liðs við sig á hádegistónleikum í Háteigskirkju á morgun.

„Við Bergþór ætlum að flytja lögin mín við ljóð eftir Tómas Guðmundsson, Óskar Árna Óskarsson, Nínu Björk Árnadóttur og fleiri,“ segir hún og bætir við: „Tvö verkanna eru óútgefin en hin eru á hljómdiskinum Fagra veröld sem ég gaf út árið 2002,“

Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.000 krónur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.