Körfubolti

Jón Axel í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty
Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Davidson háskólaliðinu unnu Atlantic 10 deildina í körfubolta í kvöld.

Davidson var fjórum stigum undir þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af leiknum 52-56 en vann svo leikinn með einu stigi 58-57.

Jón Axel setti tvö vítaskot og minnkaði muninn í tvö stig og átti mikilvægan stolinn bolta þegar Davidson var einu stigi undir. Hann skoraði samtals 9 stig, átti 4 stoðsendingar og 7 fráköst.





Sigurinn þýðir að Davidson verður eitt af liðunum sem keppa í „March Madness,“ úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans.

Í úrslitakeppnina komast 64 lið. 32 tryggja sér sæti með því að vinna sína deild, eins og Davidson gerði, en hin fá boð um sæti í úrslitunum. Átta lið þurfa að keppa um fjögur laus sæti í 64 liða úrslitunum.

Liðunum 64 er svo deilt í fjóra hluta af 16 liðum sem keppa í útsláttarkeppni. Það kemur í ljós í kvöld hvar Davidson spilar og á móti hverjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×