Menning

Með ítölsku ívafi

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Kristín Sigurðar og Julian Hewlett flytja meðal annars eigið efni á tónleikunum.
Kristín Sigurðar og Julian Hewlett flytja meðal annars eigið efni á tónleikunum. Fréttablaðið/GVA
„Ég lærði óperusöng á Ítalíu og ítalski stíllinn hentar mér afskaplega vel, þó ég syngi raunverulega allt,“ segir Kristín R. Sigurðardóttir sópransöngkona. Hún heldur tónleika í kvöld klukkan 20 í Háteigskirkju ásamt Julian Hewlett píanóleikara.

Efnisskráin er blönduð en með ítölsku ívafi og samanstendur af tónverkum eftir eldri sem yngri tónskáld, allt frá barokki, klassík og rómantík til dagsins í dag.

Sönghópurinn Boudoir og Ian Wilkinson básúnuleikari verða sérstakir gestir á tónleikunum, að sögn Kristínar sem hefur líka samið ljóð á ítölsku sem Julian samdi lög við í rómantískum Bocelli-anda.

„Það hefur lengi blundað í okkur að halda þessa tónleika,“ segir Kristín og hlakkar til.

Miðar verða seldir við innganginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×