Fótbolti

Leikdagar klárir fyrir átta liða úrslitin í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Meistaradeildarbikarinn í öllu sínu veldi.
Meistaradeildarbikarinn í öllu sínu veldi. Mynd/AP
UEFA hefur ákveðið leikdaga fyrir átta liða úrslitin í Meistaradeildinni en dregið var fyrr í dag. Chelsea mun spila sína leiki við Benfica á sama tíma og Real Madrid mætir APOEL frá Kýpur. Stórleikir Barcelona og AC Milan fara síðan fram á sama tíma og leikir þýska liðsins Bayern München.

Hér fyrir neðan má sjá hvenær liðin átta munu spila sína leiki í átta liða úrslitunum sem og hvernig hlutirnir spilast þegar komið verður inn í undanúrslitin.

Leikdagar í átta liða úrslitunum:

Þriðjudagur 27. mars

Benfica - Chelsea og APOEL - Real Madrid

Miðvikudagur 28. mars

Marseille - Bayern München og AC Milan - Barcelona

Þriðjudagur 3. apríl

Bayern München - Marseille og Barcelona - AC Milan

Miðvikudagur 4. apríl

Chelsea - Benfica og Real Madrid - APOEL



Leikdagar í undanúrslitunum

Þriðjudagur 17. apríl

Marseille/Bayern München - APOEL-Real Madrid

Miðvikudagur 18. apríl

Benfica/Chelsea - AC Milan/Barcelona

Þriðjudagur 24. apríl

AC Milan/Barcelona - Benfica/Chelsea

Miðvikudagur 25. apríl

APOEL-Real Madrid - Marseille/Bayern München




Fleiri fréttir

Sjá meira


×