Sex fjárfestingarboðorð fyrir lífeyrissjóði Hans Guttormur Þormar skrifar 16. desember 2010 05:30 Á Íslandi er skylduaðild að lífeyrissjóðum. Þegar stjórnarmenn í lífeyrissjóðum segjast standa vörð um hagsmuni sjóðfélaga sinna eru þeir í raun og veru að segja að þeir séu að gæta að hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Ábyrgð, völd og fjárfestingarstefna Þær eignir sem íslenska þjóðin á í lífeyrissjóðunum eru af stærðargráðunni 1.500 til 2.000 milljarðar, allt eftir því hvernig eignir þeirra eru metnar. Þessu fjármagni fylgir bæði ábyrgð og völd. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi tapað miklu við fall bankanna hefur lítið farið fyrir því að forsvarsmenn stærstu lífeyrissjóðanna láti völdin í hendur annarra, hvað þá að þeir ætli sér að taka upp öðruvísi fjárfestingarstefnu. Þar sem ég er einn af eigendum þessara sjóða vil ég hafa eitthvað um það að segja í hverju er fjárfest og í hverju er ekki fjárfest. Það er nefnilega ekki nægjanlegt að hugsa þröngsýna skammtímahugsun um arðvænlegar fjárfestingar heldur þarf líka að hugsa fjárfestingar til framtíðar með hagsæld og eðlilega uppbyggingu íslensks samfélags í huga. Þjóðin er enda eigandi þessara lífeyrissjóða sem eru langáhrifamestu fjárfestingaraðilarnir á Íslandi. Völd okkar til að segja til um hvernig hagkerfið á að byggjast upp og hvernig upplýsingastreymi fyrirtækja á að vera liggja meðal annars í þessu fjármagni. Hér fyrir neðan eru nokkrar einfaldar leikreglur fyrir þá sem sjá um fjárfestingar fyrir lífeyrissjóði. Þeir sem halda því fram að ekki sé hægt að framfylgja þessum reglum vilja í raun og veru viðhalda því bóluhagkerfi, væntingagróða og sjálftökukapítalisma sem tröllriðið hefur heiminum síðustu áratugi. Þeir ganga þá erinda annarra fjárfesta en ekki íslensku þjóðarinnar. Því verður að linna. 1. Ef lífeyrissjóður fjárfestir í fyrirtæki ber honum að tilkynna það opinberlega. Lífeyrissjóðurinn er þá jafnframt búinn að gefa út það vottorð að þetta fyrirtæki sé í eðlilegum rekstri á sínu sviði og öll uppbygging þess, framtíðarmarkmið og skipulag sé eins gott og kostur er. Eftirlit með því að þessu sé fylgt eftir til framtíðar er á ábyrgð stjórnarmanna frá lífeyrissjóðunum. Með þessu ákvæði þrýstir fjármagnið á að rekstur fyrirtækja sé á faglegum grunni reistur og það sé eftirsóknarvert fyrir hvert fyrirtæki að fá þessa fjárfestingu inn í félagið. Jafnframt þrýstir það á stjórnarmenn lífeyrissjóðanna að standa faglega að öllum fjárfestingum. 2. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem eru að einhverju leyti í eigu skúffufyrirtækja, óþekktra erlendra/innlendra aðila eða með öðrum hætti þannig að eignarhald sé ógegnsætt. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem nota pappírsfyrirtæki um heim allan til að koma hagnaði undan skatti (t.d. þó varan berist beint frá A til Ö en greiðslan frá A gegnum allt stafrófið til Ö). Fjárfesting ofangreindra aðila í þessum fyrirtækjum í framtíðinni er einnig bönnuð. Með þessu tryggir fjármagn lífeyrissjóðanna það að enginn möguleiki sé á að tengdir hagsmunaaðilar geti bakstýrt eða mokað peningum út úr fyrirtækjunum í formi þjónustugjalda, fyrirgreiðslna eða annarra fjármagnsaðgerða. Fjárfestingar eru gerðar vegna þess að fyrirtækið er í eðlilegum rekstri og eðlilega fjármagnað. Þetta eru miklu strangari fjárfestingarkröfur til fyrirtækja en kauphallir hafa gert, en gæti í framtíðinni orðið til þess að kauphallir yrðu að gera þessar sömu kröfur. Sérstaklega ef samvinna næðist við lífeyrissjóði annarra landa um svipaðar reglur. 3. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða efni eða áhöld sem skaðað geta náttúruna, þ.m.t. lífverur (eiturefni, stríðstól o.s.frv.). Með þessu tekur fjármagnið að sér að þrýsta á um aukna samfélagsábyrgð fyrirtækja. 4. Ekki er fjárfest í fyrirtækum á Íslandi sem koma sér undan skattgreiðslum með því að greiða afborganir lána til tengdra aðila/eigenda (t.d. móðurfélaga) erlendis. Með þessu er þrýst á að fyrirtæki greiði sína skatta og skyldur í því landi sem þau starfa. (Ath.: Þetta getur verið mjög erfitt að meta.) 5. Lífeyrissjóðir skulu á hverjum tíma nota ákveðna prósentu af sínu fjármagni til að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum auk óskráðra félaga svo lengi sem þau uppfylla ofangreindar kröfur. Með þessu tryggir fjármagnið aukna fjölbreytni í hagkerfinu og fjölda nýrra starfa og framgang hugmynda og nýjunga. 6. Lífeyrissjóðir skulu aðstoða við fjármögnun og rekstur elli- og hjúkrunarheimila eftir því sem þörf er á. Með þessu tryggir fjármagnið, sem við eigum, Íslendingum öllum áhyggjulaust ævikvöld. Er það ekki málið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er skylduaðild að lífeyrissjóðum. Þegar stjórnarmenn í lífeyrissjóðum segjast standa vörð um hagsmuni sjóðfélaga sinna eru þeir í raun og veru að segja að þeir séu að gæta að hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Ábyrgð, völd og fjárfestingarstefna Þær eignir sem íslenska þjóðin á í lífeyrissjóðunum eru af stærðargráðunni 1.500 til 2.000 milljarðar, allt eftir því hvernig eignir þeirra eru metnar. Þessu fjármagni fylgir bæði ábyrgð og völd. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi tapað miklu við fall bankanna hefur lítið farið fyrir því að forsvarsmenn stærstu lífeyrissjóðanna láti völdin í hendur annarra, hvað þá að þeir ætli sér að taka upp öðruvísi fjárfestingarstefnu. Þar sem ég er einn af eigendum þessara sjóða vil ég hafa eitthvað um það að segja í hverju er fjárfest og í hverju er ekki fjárfest. Það er nefnilega ekki nægjanlegt að hugsa þröngsýna skammtímahugsun um arðvænlegar fjárfestingar heldur þarf líka að hugsa fjárfestingar til framtíðar með hagsæld og eðlilega uppbyggingu íslensks samfélags í huga. Þjóðin er enda eigandi þessara lífeyrissjóða sem eru langáhrifamestu fjárfestingaraðilarnir á Íslandi. Völd okkar til að segja til um hvernig hagkerfið á að byggjast upp og hvernig upplýsingastreymi fyrirtækja á að vera liggja meðal annars í þessu fjármagni. Hér fyrir neðan eru nokkrar einfaldar leikreglur fyrir þá sem sjá um fjárfestingar fyrir lífeyrissjóði. Þeir sem halda því fram að ekki sé hægt að framfylgja þessum reglum vilja í raun og veru viðhalda því bóluhagkerfi, væntingagróða og sjálftökukapítalisma sem tröllriðið hefur heiminum síðustu áratugi. Þeir ganga þá erinda annarra fjárfesta en ekki íslensku þjóðarinnar. Því verður að linna. 1. Ef lífeyrissjóður fjárfestir í fyrirtæki ber honum að tilkynna það opinberlega. Lífeyrissjóðurinn er þá jafnframt búinn að gefa út það vottorð að þetta fyrirtæki sé í eðlilegum rekstri á sínu sviði og öll uppbygging þess, framtíðarmarkmið og skipulag sé eins gott og kostur er. Eftirlit með því að þessu sé fylgt eftir til framtíðar er á ábyrgð stjórnarmanna frá lífeyrissjóðunum. Með þessu ákvæði þrýstir fjármagnið á að rekstur fyrirtækja sé á faglegum grunni reistur og það sé eftirsóknarvert fyrir hvert fyrirtæki að fá þessa fjárfestingu inn í félagið. Jafnframt þrýstir það á stjórnarmenn lífeyrissjóðanna að standa faglega að öllum fjárfestingum. 2. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem eru að einhverju leyti í eigu skúffufyrirtækja, óþekktra erlendra/innlendra aðila eða með öðrum hætti þannig að eignarhald sé ógegnsætt. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem nota pappírsfyrirtæki um heim allan til að koma hagnaði undan skatti (t.d. þó varan berist beint frá A til Ö en greiðslan frá A gegnum allt stafrófið til Ö). Fjárfesting ofangreindra aðila í þessum fyrirtækjum í framtíðinni er einnig bönnuð. Með þessu tryggir fjármagn lífeyrissjóðanna það að enginn möguleiki sé á að tengdir hagsmunaaðilar geti bakstýrt eða mokað peningum út úr fyrirtækjunum í formi þjónustugjalda, fyrirgreiðslna eða annarra fjármagnsaðgerða. Fjárfestingar eru gerðar vegna þess að fyrirtækið er í eðlilegum rekstri og eðlilega fjármagnað. Þetta eru miklu strangari fjárfestingarkröfur til fyrirtækja en kauphallir hafa gert, en gæti í framtíðinni orðið til þess að kauphallir yrðu að gera þessar sömu kröfur. Sérstaklega ef samvinna næðist við lífeyrissjóði annarra landa um svipaðar reglur. 3. Ekki er fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða efni eða áhöld sem skaðað geta náttúruna, þ.m.t. lífverur (eiturefni, stríðstól o.s.frv.). Með þessu tekur fjármagnið að sér að þrýsta á um aukna samfélagsábyrgð fyrirtækja. 4. Ekki er fjárfest í fyrirtækum á Íslandi sem koma sér undan skattgreiðslum með því að greiða afborganir lána til tengdra aðila/eigenda (t.d. móðurfélaga) erlendis. Með þessu er þrýst á að fyrirtæki greiði sína skatta og skyldur í því landi sem þau starfa. (Ath.: Þetta getur verið mjög erfitt að meta.) 5. Lífeyrissjóðir skulu á hverjum tíma nota ákveðna prósentu af sínu fjármagni til að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum auk óskráðra félaga svo lengi sem þau uppfylla ofangreindar kröfur. Með þessu tryggir fjármagnið aukna fjölbreytni í hagkerfinu og fjölda nýrra starfa og framgang hugmynda og nýjunga. 6. Lífeyrissjóðir skulu aðstoða við fjármögnun og rekstur elli- og hjúkrunarheimila eftir því sem þörf er á. Með þessu tryggir fjármagnið, sem við eigum, Íslendingum öllum áhyggjulaust ævikvöld. Er það ekki málið?
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar