Erlent

110 flóttamenn hið minnsta drukknuðu við strendur Líbíu

Þórdís Valsdóttir skrifar
Talið er að meirihluti flóttafólksins hafi verið af afrískum uppruna.
Talið er að meirihluti flóttafólksins hafi verið af afrískum uppruna. Vísir/EPA
Líkum að minnsta kosti 110 flóttamanna skolaði á land við strendur Líbíu í gær eftir að bátur sökk í Miðjarðarhafi. Talið er að meirihluti flóttafólksins hafi verið af afrískum uppruna.

Leiðin yfir Miðjarðarhafið, frá Líbíu til Ítalíu, er að verða sífellt algengari leið fyrir flóttamenn til að freista þess að komast til Evrópu. Leiðin er um þrjúhundruð kílómetra löng og eru bátarnir sem notaðir eru ótraustir og í flestum tilfellum yfirhlaðnir.

Smyglarar í Líbíu hafa nýtt sér þá óreiðu sem ríkir í landinu og er smygl á fólki frá landinu arðbært. Fleiri en þúsund flóttamenn hafa drukknað í Miðjarðarhafi á síðustu vikum og samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa yfir tvöhundruð þúsund flóttamenn og förufólk farið yfir Miðjarðarhafið til Evrópu á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×