Rio Tinto þarf að semja Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 16. febrúar 2020 09:00 Fréttir vikunnar hafa líklega ekki farið framhjá neinum. Rekstur hjá ISAL hefur verið í járnum á undanförnum áratug af ýmsum ástæðum. Nú er svo komið að eigendur fyrirtækisins telja sig knúna til að endurmeta starfsemina. Það er mikilvægt að halda því til haga í þessum hremmingum að launakostnaður vegna almenns starfsfólks verksmiðjunnar er ekki langt frá sögulegu lágmarki. Súrál, skaut og raforka eru kostnaðarliðir sem hafa mun meira að segja um rekstrarhæfni verksmiðjunnar heldur en launakostnaður. Það er líka mikilvægt að hafa það alveg á hreinu að þótt fyrirtækið eigi í rekstrarvanda vegna ýmiss konar kringumstæðna, að þá verður samt að semja við starfsfólkið um kaup og kjör. Það verður ekki hlaupið frá þeirri skyldu. Erfiðleikar ekki skýring Staðan er fordæmalaus. Samningsdrög liggja á borðinu og hafa gert það í nokkurn tíma. Samninganefndir beggja aðila eru sáttar við drögin. En undirskrift fæst hins vegar ekki. Við höfum ekki kynnst þessu áður á íslenskum vinnumarkaði. Vaninn er sá, að þegar að samningar hafa náðst er skrifað undir og stundum meira að segja bakaðar vöfflur. Nú fæst ekki undirskrift. Sú samninganefnd sem við í Rafiðnaðarsambandinu og fleiri félögum höfum átt í viðræðum við virðist ekki hafa haft umboð til að skrifa undir samninga, sem er auðvitað ákaflega sérstakt. Það er alveg skýrt, að ekki er hægt að tefla fram erfiðleikum í rekstri sem réttmætum skýringum á þessu hátterni. Þvert á móti hlýtur það að vera hagsmunamál fyrir Rio Tinto í rekstrarerfiðleikum sínum að eyða allri óvissu varðandi kjarasamninga sem fyrst — koma samningum í höfn — og fyrirbyggja þar með einnig réttmætar aðgerðir af hálfu starfsfólks sem geta vitaskuld verið fyrirtækinu erfiðar. Talað við vegg Við vonum að það komi ekki til átaka, en þolinmæðin er því miður á þrotum. Kjarasamningurinn við ISAL rann út þann 31.maí á síðasta ári. Sjö formlegir fundir voru haldnir hjá Ríkissáttasemjara og góður gangur var í viðræðunum á nýju ári. Samninganefndir náðu loksins saman um innihald og umfang samningstexta fyrir tæpum mánuði síðan. Þegar í ljós kom að umboð til að skrifa undir skorti voru bókaðar viðræður þann 28.janúar til þess að komast til botns í málinu. Þær viðræður voru árangurslausar og í raun mjög sérstakarFyrir lágu drög að tveimur samningum, samninganefnd fyrirtækisins var sátt við þau samningsdrög en viðsemjandi okkar vildi samt ekki skrifa undir.Líklega væri hægt að skrifa um svona kringumstæður hina athyglisverðustu skáldsögu. „Talað við vegg“ gæti hún heitið. Fulltrúar starfsfólks hafa nálgast þessar samningaviðræður af heilindum og talið sig sýna nægjanlegan sveigjanleika og skilning á erfiðum aðstæðum í rekstri ISAL, þótt ekki sé hægt að halda því fram á nokkurn hátt að starfsfólk fyrirtækisins eigi að bera ábyrgð á þeirri stöðu. Við trúum því ekki að eftir mjög vandasamar viðræður skuli fyrirtækið líta svo á að það sé einhvern hátt ábyrgt og farsælt að koma svona fram við starfsfólk fyrirtækisins. Nóg var að starfsfólk álversins þyrfti að þola samningsleysi í marga mánuði. Það er að bíta höfuðið af skömminni að skrifa svo ekki undir loksins þegar samningum er náð.Sem formanni Rafiðnaðarsambandsins ber mér að tilkynna að okkar félagsmenn hjá ISAL munu að sjálfsögðu grípa til réttmætra aðgerða verði ekki skrifað undir samning á næstu dögum. Þær aðgerðir yrðu alfarið á ábyrgð eiganda verksmiðjunnar, Rio Tinto.Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Kjaramál Orkumál Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Fréttir vikunnar hafa líklega ekki farið framhjá neinum. Rekstur hjá ISAL hefur verið í járnum á undanförnum áratug af ýmsum ástæðum. Nú er svo komið að eigendur fyrirtækisins telja sig knúna til að endurmeta starfsemina. Það er mikilvægt að halda því til haga í þessum hremmingum að launakostnaður vegna almenns starfsfólks verksmiðjunnar er ekki langt frá sögulegu lágmarki. Súrál, skaut og raforka eru kostnaðarliðir sem hafa mun meira að segja um rekstrarhæfni verksmiðjunnar heldur en launakostnaður. Það er líka mikilvægt að hafa það alveg á hreinu að þótt fyrirtækið eigi í rekstrarvanda vegna ýmiss konar kringumstæðna, að þá verður samt að semja við starfsfólkið um kaup og kjör. Það verður ekki hlaupið frá þeirri skyldu. Erfiðleikar ekki skýring Staðan er fordæmalaus. Samningsdrög liggja á borðinu og hafa gert það í nokkurn tíma. Samninganefndir beggja aðila eru sáttar við drögin. En undirskrift fæst hins vegar ekki. Við höfum ekki kynnst þessu áður á íslenskum vinnumarkaði. Vaninn er sá, að þegar að samningar hafa náðst er skrifað undir og stundum meira að segja bakaðar vöfflur. Nú fæst ekki undirskrift. Sú samninganefnd sem við í Rafiðnaðarsambandinu og fleiri félögum höfum átt í viðræðum við virðist ekki hafa haft umboð til að skrifa undir samninga, sem er auðvitað ákaflega sérstakt. Það er alveg skýrt, að ekki er hægt að tefla fram erfiðleikum í rekstri sem réttmætum skýringum á þessu hátterni. Þvert á móti hlýtur það að vera hagsmunamál fyrir Rio Tinto í rekstrarerfiðleikum sínum að eyða allri óvissu varðandi kjarasamninga sem fyrst — koma samningum í höfn — og fyrirbyggja þar með einnig réttmætar aðgerðir af hálfu starfsfólks sem geta vitaskuld verið fyrirtækinu erfiðar. Talað við vegg Við vonum að það komi ekki til átaka, en þolinmæðin er því miður á þrotum. Kjarasamningurinn við ISAL rann út þann 31.maí á síðasta ári. Sjö formlegir fundir voru haldnir hjá Ríkissáttasemjara og góður gangur var í viðræðunum á nýju ári. Samninganefndir náðu loksins saman um innihald og umfang samningstexta fyrir tæpum mánuði síðan. Þegar í ljós kom að umboð til að skrifa undir skorti voru bókaðar viðræður þann 28.janúar til þess að komast til botns í málinu. Þær viðræður voru árangurslausar og í raun mjög sérstakarFyrir lágu drög að tveimur samningum, samninganefnd fyrirtækisins var sátt við þau samningsdrög en viðsemjandi okkar vildi samt ekki skrifa undir.Líklega væri hægt að skrifa um svona kringumstæður hina athyglisverðustu skáldsögu. „Talað við vegg“ gæti hún heitið. Fulltrúar starfsfólks hafa nálgast þessar samningaviðræður af heilindum og talið sig sýna nægjanlegan sveigjanleika og skilning á erfiðum aðstæðum í rekstri ISAL, þótt ekki sé hægt að halda því fram á nokkurn hátt að starfsfólk fyrirtækisins eigi að bera ábyrgð á þeirri stöðu. Við trúum því ekki að eftir mjög vandasamar viðræður skuli fyrirtækið líta svo á að það sé einhvern hátt ábyrgt og farsælt að koma svona fram við starfsfólk fyrirtækisins. Nóg var að starfsfólk álversins þyrfti að þola samningsleysi í marga mánuði. Það er að bíta höfuðið af skömminni að skrifa svo ekki undir loksins þegar samningum er náð.Sem formanni Rafiðnaðarsambandsins ber mér að tilkynna að okkar félagsmenn hjá ISAL munu að sjálfsögðu grípa til réttmætra aðgerða verði ekki skrifað undir samning á næstu dögum. Þær aðgerðir yrðu alfarið á ábyrgð eiganda verksmiðjunnar, Rio Tinto.Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun