Rio Tinto þarf að semja Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 16. febrúar 2020 09:00 Fréttir vikunnar hafa líklega ekki farið framhjá neinum. Rekstur hjá ISAL hefur verið í járnum á undanförnum áratug af ýmsum ástæðum. Nú er svo komið að eigendur fyrirtækisins telja sig knúna til að endurmeta starfsemina. Það er mikilvægt að halda því til haga í þessum hremmingum að launakostnaður vegna almenns starfsfólks verksmiðjunnar er ekki langt frá sögulegu lágmarki. Súrál, skaut og raforka eru kostnaðarliðir sem hafa mun meira að segja um rekstrarhæfni verksmiðjunnar heldur en launakostnaður. Það er líka mikilvægt að hafa það alveg á hreinu að þótt fyrirtækið eigi í rekstrarvanda vegna ýmiss konar kringumstæðna, að þá verður samt að semja við starfsfólkið um kaup og kjör. Það verður ekki hlaupið frá þeirri skyldu. Erfiðleikar ekki skýring Staðan er fordæmalaus. Samningsdrög liggja á borðinu og hafa gert það í nokkurn tíma. Samninganefndir beggja aðila eru sáttar við drögin. En undirskrift fæst hins vegar ekki. Við höfum ekki kynnst þessu áður á íslenskum vinnumarkaði. Vaninn er sá, að þegar að samningar hafa náðst er skrifað undir og stundum meira að segja bakaðar vöfflur. Nú fæst ekki undirskrift. Sú samninganefnd sem við í Rafiðnaðarsambandinu og fleiri félögum höfum átt í viðræðum við virðist ekki hafa haft umboð til að skrifa undir samninga, sem er auðvitað ákaflega sérstakt. Það er alveg skýrt, að ekki er hægt að tefla fram erfiðleikum í rekstri sem réttmætum skýringum á þessu hátterni. Þvert á móti hlýtur það að vera hagsmunamál fyrir Rio Tinto í rekstrarerfiðleikum sínum að eyða allri óvissu varðandi kjarasamninga sem fyrst — koma samningum í höfn — og fyrirbyggja þar með einnig réttmætar aðgerðir af hálfu starfsfólks sem geta vitaskuld verið fyrirtækinu erfiðar. Talað við vegg Við vonum að það komi ekki til átaka, en þolinmæðin er því miður á þrotum. Kjarasamningurinn við ISAL rann út þann 31.maí á síðasta ári. Sjö formlegir fundir voru haldnir hjá Ríkissáttasemjara og góður gangur var í viðræðunum á nýju ári. Samninganefndir náðu loksins saman um innihald og umfang samningstexta fyrir tæpum mánuði síðan. Þegar í ljós kom að umboð til að skrifa undir skorti voru bókaðar viðræður þann 28.janúar til þess að komast til botns í málinu. Þær viðræður voru árangurslausar og í raun mjög sérstakarFyrir lágu drög að tveimur samningum, samninganefnd fyrirtækisins var sátt við þau samningsdrög en viðsemjandi okkar vildi samt ekki skrifa undir.Líklega væri hægt að skrifa um svona kringumstæður hina athyglisverðustu skáldsögu. „Talað við vegg“ gæti hún heitið. Fulltrúar starfsfólks hafa nálgast þessar samningaviðræður af heilindum og talið sig sýna nægjanlegan sveigjanleika og skilning á erfiðum aðstæðum í rekstri ISAL, þótt ekki sé hægt að halda því fram á nokkurn hátt að starfsfólk fyrirtækisins eigi að bera ábyrgð á þeirri stöðu. Við trúum því ekki að eftir mjög vandasamar viðræður skuli fyrirtækið líta svo á að það sé einhvern hátt ábyrgt og farsælt að koma svona fram við starfsfólk fyrirtækisins. Nóg var að starfsfólk álversins þyrfti að þola samningsleysi í marga mánuði. Það er að bíta höfuðið af skömminni að skrifa svo ekki undir loksins þegar samningum er náð.Sem formanni Rafiðnaðarsambandsins ber mér að tilkynna að okkar félagsmenn hjá ISAL munu að sjálfsögðu grípa til réttmætra aðgerða verði ekki skrifað undir samning á næstu dögum. Þær aðgerðir yrðu alfarið á ábyrgð eiganda verksmiðjunnar, Rio Tinto.Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Kjaramál Orkumál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir vikunnar hafa líklega ekki farið framhjá neinum. Rekstur hjá ISAL hefur verið í járnum á undanförnum áratug af ýmsum ástæðum. Nú er svo komið að eigendur fyrirtækisins telja sig knúna til að endurmeta starfsemina. Það er mikilvægt að halda því til haga í þessum hremmingum að launakostnaður vegna almenns starfsfólks verksmiðjunnar er ekki langt frá sögulegu lágmarki. Súrál, skaut og raforka eru kostnaðarliðir sem hafa mun meira að segja um rekstrarhæfni verksmiðjunnar heldur en launakostnaður. Það er líka mikilvægt að hafa það alveg á hreinu að þótt fyrirtækið eigi í rekstrarvanda vegna ýmiss konar kringumstæðna, að þá verður samt að semja við starfsfólkið um kaup og kjör. Það verður ekki hlaupið frá þeirri skyldu. Erfiðleikar ekki skýring Staðan er fordæmalaus. Samningsdrög liggja á borðinu og hafa gert það í nokkurn tíma. Samninganefndir beggja aðila eru sáttar við drögin. En undirskrift fæst hins vegar ekki. Við höfum ekki kynnst þessu áður á íslenskum vinnumarkaði. Vaninn er sá, að þegar að samningar hafa náðst er skrifað undir og stundum meira að segja bakaðar vöfflur. Nú fæst ekki undirskrift. Sú samninganefnd sem við í Rafiðnaðarsambandinu og fleiri félögum höfum átt í viðræðum við virðist ekki hafa haft umboð til að skrifa undir samninga, sem er auðvitað ákaflega sérstakt. Það er alveg skýrt, að ekki er hægt að tefla fram erfiðleikum í rekstri sem réttmætum skýringum á þessu hátterni. Þvert á móti hlýtur það að vera hagsmunamál fyrir Rio Tinto í rekstrarerfiðleikum sínum að eyða allri óvissu varðandi kjarasamninga sem fyrst — koma samningum í höfn — og fyrirbyggja þar með einnig réttmætar aðgerðir af hálfu starfsfólks sem geta vitaskuld verið fyrirtækinu erfiðar. Talað við vegg Við vonum að það komi ekki til átaka, en þolinmæðin er því miður á þrotum. Kjarasamningurinn við ISAL rann út þann 31.maí á síðasta ári. Sjö formlegir fundir voru haldnir hjá Ríkissáttasemjara og góður gangur var í viðræðunum á nýju ári. Samninganefndir náðu loksins saman um innihald og umfang samningstexta fyrir tæpum mánuði síðan. Þegar í ljós kom að umboð til að skrifa undir skorti voru bókaðar viðræður þann 28.janúar til þess að komast til botns í málinu. Þær viðræður voru árangurslausar og í raun mjög sérstakarFyrir lágu drög að tveimur samningum, samninganefnd fyrirtækisins var sátt við þau samningsdrög en viðsemjandi okkar vildi samt ekki skrifa undir.Líklega væri hægt að skrifa um svona kringumstæður hina athyglisverðustu skáldsögu. „Talað við vegg“ gæti hún heitið. Fulltrúar starfsfólks hafa nálgast þessar samningaviðræður af heilindum og talið sig sýna nægjanlegan sveigjanleika og skilning á erfiðum aðstæðum í rekstri ISAL, þótt ekki sé hægt að halda því fram á nokkurn hátt að starfsfólk fyrirtækisins eigi að bera ábyrgð á þeirri stöðu. Við trúum því ekki að eftir mjög vandasamar viðræður skuli fyrirtækið líta svo á að það sé einhvern hátt ábyrgt og farsælt að koma svona fram við starfsfólk fyrirtækisins. Nóg var að starfsfólk álversins þyrfti að þola samningsleysi í marga mánuði. Það er að bíta höfuðið af skömminni að skrifa svo ekki undir loksins þegar samningum er náð.Sem formanni Rafiðnaðarsambandsins ber mér að tilkynna að okkar félagsmenn hjá ISAL munu að sjálfsögðu grípa til réttmætra aðgerða verði ekki skrifað undir samning á næstu dögum. Þær aðgerðir yrðu alfarið á ábyrgð eiganda verksmiðjunnar, Rio Tinto.Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun