Innlent

Andri Snær á vinsælasta pistil ársins á Vísi

Andri Snær Magnason rithöfundur átti vinsælustu greinina á Vísi þetta árið.
Andri Snær Magnason rithöfundur átti vinsælustu greinina á Vísi þetta árið. MYND/Anton

Vísir hefur tekið saman þá pistla og greinar sem mestra vinsælda hafa notið á síðunni á árinu.

Grein Andra Snæs Magnasonar, „Í landi hinna klikkuðu karlmanna", var mest lesin af öllum þeim sem birtust á umræðusíðu Vísis.

Afsökunarbeiðni Björgólfs Thors Björgólfssonar, „Ég bið ykkur afsökunar", var næstmest lesin og Jón Gnarr, þáverandi formaður Besta flokksins og núverandi borgarstjóri Reykjavíkur situr í þriðja sæti með framboðsgrein sína „Kæri Reykvíkingur".

Þá vekur sérstaka athygli að Bakþankapistill Karenar Kjartansdóttur, þáverandi blaðakonu á Fréttablaðinu og núverandi fréttakonu á Stöð 2, er í fimmta sæti.

Pistillinn, „Deyfingar fyrir aumingja", var skrifaður árið 2007 en öðlaðist á dögunum framhaldslíf á Facebook þar sem hann hefur slegið í gegn. Það fleytir honum inn á listann yfir mest lesnu pistla ársins á Vísi.

Alls hafa 25 mest lesnu pistlarnir verið teknir saman og má skoða þá í sérstökum flettiborða á forsíðu Vísis.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×