Borða níu milljónir mandarína um jólin 16. desember 2010 06:00 Flestar mandarínur sem seldar eru hér á landi í kringum hátíðarnar koma frá Spáni. Uppskerutími þar í landi er í byrjun desember og er það talin ástæðan fyrir þeirri hefð sem hefur skapast fyrir neyslu þessa ávaxtar á þessum tíma á heimilum Íslendinga. Íslendingar borða um níu milljónir mandarína í kringum hátíðarnar. Á tímabilinu frá lokum nóvember og fram til áramóta verða flutt um 800 tonn af mandarínum inn til landsins og er það töluvert meira en í fyrra. Hver Íslendingur borðar að meðaltali um 25 til 30 mandarínur í kringum hátíðarnar í ár. Innflutningsaðilarnir Bananar ehf. og Búr ehf. flytja inn um 800 tonn af mandarínum á tímabilinu frá lokum nóvember til áramóta og koma þær flestallar frá Valencia á Spáni. Dreifingaraðilinn Mata hf., systurfélag Matfugls ehf., flytur einnig inn mandarínur hingað til lands en vildi ekki gefa upplýsingar um heildarmagn innflutnings. Í nóvember og desember 2009 voru rúm 650 tonn flutt inn, þannig að aukningin á milli ára er töluverð. Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., sem flytja inn Robin-mandarínur, segir þá hefð hafa skapast hér á landi á síðustu tveimur áratugum að hafa mandarínur á borðum í kringum hátíðarnar. „Það virðast hafa skapast tengsl á milli hefða og uppskerutíma erlendis, þá sérstaklega á Spáni,“ segir Kjartan. Bananar ehf. taka á móti fjórum gámum af mandarínum frá Spáni í hverri viku á þessu tímabili. Kjartan segir fyrstu afbrigði tímabilsins oft ekki eins góð og í desember, þegar mandarínurnar eru þroskaðri. En þótt hefð fyrir mandarínum hafi skapast í kringum jól eru klementínur, sem eru afbrigði af mandarínum og eru algengastar hér á landi, fáanlegar allt árið um kring. Kjartan segir þó bestu uppskeruna vera í kringum hátíðarnar. Sigurður Á. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búrs, sem einnig flytur inn mandarínur, segir söluna hafa farið mjög vel af stað í ár. „Þetta er um tuttugu prósenta aukning frá því í fyrra,“ segir hann. „Ástæðan er sú að gæðin eru meiri og það er ánægjulegt að sjá að fólk er að kaupa þetta, þótt kaupgeta þess sé að minnka.“ Um tíu til fimmtán dagar líða frá því að mandarínurnar eru teknar af trjánum á Spáni þar til þeim er stillt upp í búðarhillum Íslendinga. sunna@frettabladid.is Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Sjá meira
Íslendingar borða um níu milljónir mandarína í kringum hátíðarnar. Á tímabilinu frá lokum nóvember og fram til áramóta verða flutt um 800 tonn af mandarínum inn til landsins og er það töluvert meira en í fyrra. Hver Íslendingur borðar að meðaltali um 25 til 30 mandarínur í kringum hátíðarnar í ár. Innflutningsaðilarnir Bananar ehf. og Búr ehf. flytja inn um 800 tonn af mandarínum á tímabilinu frá lokum nóvember til áramóta og koma þær flestallar frá Valencia á Spáni. Dreifingaraðilinn Mata hf., systurfélag Matfugls ehf., flytur einnig inn mandarínur hingað til lands en vildi ekki gefa upplýsingar um heildarmagn innflutnings. Í nóvember og desember 2009 voru rúm 650 tonn flutt inn, þannig að aukningin á milli ára er töluverð. Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., sem flytja inn Robin-mandarínur, segir þá hefð hafa skapast hér á landi á síðustu tveimur áratugum að hafa mandarínur á borðum í kringum hátíðarnar. „Það virðast hafa skapast tengsl á milli hefða og uppskerutíma erlendis, þá sérstaklega á Spáni,“ segir Kjartan. Bananar ehf. taka á móti fjórum gámum af mandarínum frá Spáni í hverri viku á þessu tímabili. Kjartan segir fyrstu afbrigði tímabilsins oft ekki eins góð og í desember, þegar mandarínurnar eru þroskaðri. En þótt hefð fyrir mandarínum hafi skapast í kringum jól eru klementínur, sem eru afbrigði af mandarínum og eru algengastar hér á landi, fáanlegar allt árið um kring. Kjartan segir þó bestu uppskeruna vera í kringum hátíðarnar. Sigurður Á. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búrs, sem einnig flytur inn mandarínur, segir söluna hafa farið mjög vel af stað í ár. „Þetta er um tuttugu prósenta aukning frá því í fyrra,“ segir hann. „Ástæðan er sú að gæðin eru meiri og það er ánægjulegt að sjá að fólk er að kaupa þetta, þótt kaupgeta þess sé að minnka.“ Um tíu til fimmtán dagar líða frá því að mandarínurnar eru teknar af trjánum á Spáni þar til þeim er stillt upp í búðarhillum Íslendinga. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Sjá meira