Vindmylla sem stingur í augu 13. október 2005 14:32 Skiptar skoðanir eru um ágæti tæplega 20 ára gamallar vindmyllu sem stendur í Grímsey og grotnar niður. Raunvísindastofnun Háskólans gerði um 1985 tilraun með notkun vindorku til vatnshitunar í Grímsey. Stofnunin hefur hins vegar ekki komið að málum myllunnar frá árinu 1986, að sögn Arnar Helgasonar, prófessors í eðlisfræði, sem umsjón hafði með tilrauninni. "Eins og málum er háttað þá myndi ég ekki syrgja það þótt hún hyrfi," segir Óttar Jóhannsson, oddviti í Grímsey. Hann telur ekki liggja fyrir hver beri ábyrgð á vindmyllunni. "Við höfum altént ekki neitt formlegt í höndunum um að Grímseyjarhreppur eigi þetta." Óttar sagði annars skiptar skoðanir um vindmylluna úti í Grímsey. "Sumir vilja eiga hana sem minnisvarða en hún er hins vegar ekki til prýði eins og hún er." Örn Helgason segir að myllan hafi verið hönnuð og reist í kringum 1985, hugmyndin var að beisla vindorkuna í vatnshitaveitu. Vindtúrbína knúði "vatnsbremsu" þar sem vatn var hitað upp með núningskrafti. "Þetta var gert þegar olíuverð var mjög hátt. Svo fór olíuverð hraðlækkandi og þá minnkaði áhuginn á þessu," sagði hann, en taldi þó ekki loku fyrir það skotið að hugmyndir í þessa veru gætu gengið í endurnýjun lífdaga nú þegar olíuverð er í hámarki. Hagkvæmnismörkin sagði hann liggja við 23 til 27 dollara á tunnuna. "En það var ákveðið að halda þessu ekki áfram. Við skiluðum af okkur vindmyllunni til sveitarfélagsins sem hefði þá átt að getað hitað áfram þessi tvö hús sem voru tengd henni," sagði Örn, en bætti við að myllan hafi hins vegar bilað innan nokkurra mánaða. Örn segist þeirrar skoðunar að áður en hagnýting vindorku í Grímsey sé íhuguð frekar beri að leita af sér allan grun um hvort jarðhita sé ekki að finna í eynni. "Vindorka er nefnilega frekar dýr. Að baki henni liggur öflug tækni sem kallar á mikið viðhald," sagði hann, en taldi þó að það hafi sýnt sig að vindorka væri samkeppnisfær við aðrar orkuleiðir. "Ef olíuverð helst í 40 dollurum áfram býst ég við að megi fara að líta á þetta í fullri alvöru aftur." Fréttir Innlent Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ágæti tæplega 20 ára gamallar vindmyllu sem stendur í Grímsey og grotnar niður. Raunvísindastofnun Háskólans gerði um 1985 tilraun með notkun vindorku til vatnshitunar í Grímsey. Stofnunin hefur hins vegar ekki komið að málum myllunnar frá árinu 1986, að sögn Arnar Helgasonar, prófessors í eðlisfræði, sem umsjón hafði með tilrauninni. "Eins og málum er háttað þá myndi ég ekki syrgja það þótt hún hyrfi," segir Óttar Jóhannsson, oddviti í Grímsey. Hann telur ekki liggja fyrir hver beri ábyrgð á vindmyllunni. "Við höfum altént ekki neitt formlegt í höndunum um að Grímseyjarhreppur eigi þetta." Óttar sagði annars skiptar skoðanir um vindmylluna úti í Grímsey. "Sumir vilja eiga hana sem minnisvarða en hún er hins vegar ekki til prýði eins og hún er." Örn Helgason segir að myllan hafi verið hönnuð og reist í kringum 1985, hugmyndin var að beisla vindorkuna í vatnshitaveitu. Vindtúrbína knúði "vatnsbremsu" þar sem vatn var hitað upp með núningskrafti. "Þetta var gert þegar olíuverð var mjög hátt. Svo fór olíuverð hraðlækkandi og þá minnkaði áhuginn á þessu," sagði hann, en taldi þó ekki loku fyrir það skotið að hugmyndir í þessa veru gætu gengið í endurnýjun lífdaga nú þegar olíuverð er í hámarki. Hagkvæmnismörkin sagði hann liggja við 23 til 27 dollara á tunnuna. "En það var ákveðið að halda þessu ekki áfram. Við skiluðum af okkur vindmyllunni til sveitarfélagsins sem hefði þá átt að getað hitað áfram þessi tvö hús sem voru tengd henni," sagði Örn, en bætti við að myllan hafi hins vegar bilað innan nokkurra mánaða. Örn segist þeirrar skoðunar að áður en hagnýting vindorku í Grímsey sé íhuguð frekar beri að leita af sér allan grun um hvort jarðhita sé ekki að finna í eynni. "Vindorka er nefnilega frekar dýr. Að baki henni liggur öflug tækni sem kallar á mikið viðhald," sagði hann, en taldi þó að það hafi sýnt sig að vindorka væri samkeppnisfær við aðrar orkuleiðir. "Ef olíuverð helst í 40 dollurum áfram býst ég við að megi fara að líta á þetta í fullri alvöru aftur."
Fréttir Innlent Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Sjá meira