Segir könnun Gallups marktækari 13. október 2005 15:31 Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er nær hnífjafnt ef marka má könnun Fréttablaðsins í dag. Vinsældir Framsóknarflokksins hafa hins vegar sjaldan verið minni en varaformaður hans telur könnun Gallups marktækari. 800 manns voru spurðir en aðeins liðlega helmingur, eða 56 prósent, tók afstöðu. Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin 35,2 prósent en fékk tæpt 31 í kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 35 prósent en fékk tæp 34 í kosningum. Vinstri - grænir fengju 14,4 prósent en fengu tæp níu í kosningum. Framsóknarflokkurinn fengi átta prósent en fékk tæp 18 prósent þegar síðast var kosið og Frjálslyndi flokkurinn fær 6,7 prósent en fékk 7,4 í síðustu kosningum. Ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta samkvæmt könnuninni, fengi 43 prósent atkvæða og 28 þingmenn. Framsóknarflokkurinn fengi fimm en Sjálfstæðisflokkurinn tuttugu og þrjá. En hvað veldur þessu fylgishruni að mati varaformannsins Guðna Ágústssonar? Guðni segir að í könnun Gallups komi allt annað fram og hann veltir því fyrir sér á hvorri könnuninni sé mark takandi. Hann segist hallast að því að könnun Gallups sé marktækari þar sem að sagt sé að menn eigi að fást við það sem þeir kunni. Gallup kunni að gera skoðanakannanir. Hann ætli ekki að velta sér upp úr skoðanakönnun Fréttablaðsins þar sem haft sé eftir prófessori að aðeins eitt stingi í stúf miðað við kannanir síðustu vikna og það sé staða Framsóknarflokksins. Guðni telur að Framsóknarflokkurinn hafi sterka málefnalega stöðu og framsóknarmenn muni þjappa sínu liði saman og eiga mjög sterkt flokksþing í lok febrúar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er nær hnífjafnt ef marka má könnun Fréttablaðsins í dag. Vinsældir Framsóknarflokksins hafa hins vegar sjaldan verið minni en varaformaður hans telur könnun Gallups marktækari. 800 manns voru spurðir en aðeins liðlega helmingur, eða 56 prósent, tók afstöðu. Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin 35,2 prósent en fékk tæpt 31 í kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 35 prósent en fékk tæp 34 í kosningum. Vinstri - grænir fengju 14,4 prósent en fengu tæp níu í kosningum. Framsóknarflokkurinn fengi átta prósent en fékk tæp 18 prósent þegar síðast var kosið og Frjálslyndi flokkurinn fær 6,7 prósent en fékk 7,4 í síðustu kosningum. Ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta samkvæmt könnuninni, fengi 43 prósent atkvæða og 28 þingmenn. Framsóknarflokkurinn fengi fimm en Sjálfstæðisflokkurinn tuttugu og þrjá. En hvað veldur þessu fylgishruni að mati varaformannsins Guðna Ágústssonar? Guðni segir að í könnun Gallups komi allt annað fram og hann veltir því fyrir sér á hvorri könnuninni sé mark takandi. Hann segist hallast að því að könnun Gallups sé marktækari þar sem að sagt sé að menn eigi að fást við það sem þeir kunni. Gallup kunni að gera skoðanakannanir. Hann ætli ekki að velta sér upp úr skoðanakönnun Fréttablaðsins þar sem haft sé eftir prófessori að aðeins eitt stingi í stúf miðað við kannanir síðustu vikna og það sé staða Framsóknarflokksins. Guðni telur að Framsóknarflokkurinn hafi sterka málefnalega stöðu og framsóknarmenn muni þjappa sínu liði saman og eiga mjög sterkt flokksþing í lok febrúar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira