Tökuliðið hefur verið við störf á Jöklaseli við Skálafellsjökul. Leikstjóri myndarinnar er Chris McKay sem er þekktastur fyrir myndirnar Robot Chicken, The Lego Movie og The Lego Batman Movie. Auk Pratt fara Yvonne Srahovski, J.K. Simmons, Betty Gilpin og Sam Richardson með hlutverk í myndinni.
Myndin á að gerast í fjarlægri framtíð þar sem mannkynið á sér litla von eftir erfitt stríð við geimverur sem gerðu innrás á jörðina.
Til að snúa vörn í sókn ákveður mannfólkið að sækja hermenn úr fortíðinni til að vinna stríðið gegn geimverunum.
Hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum á jóladag 2020.
Hópurinn allur hefur verið duglegur að deila myndum á Instagram og virðast allir vera missa sig yfir náttúrufegurðunni á jöklinum.
Hér að neðan má sjá myndaveislu frá Chris Pratt og félögum hér á landi.