Samherjamálið og vantraust hefur áhrif á kjaraviðræður Kristinn Haukur Guðnarson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Formaður Sjómannasambandsins segir aukna hörku í samskiptunum við útgerðarmenn. Fréttablaðið/Vilhelm Kjarasamningar sjómanna við útgerðarmenn renna út um mánaðamótin en þeir voru undirritaðir eftir 10 vikna verkföll vorið 2017. Formlegar viðræður eru ekki hafnar en nú er verið að skipa í samninganefnd Sjómannasambands Íslands. Utan sambandsins eru Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur sem semja sér. Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins, segir stefnuna hafa verið setta á formannafundi. Enn eigi eftir að móta kröfurnar en að nauðsynlegt sé að einfalda samningana sem séu gamlir í grunninn. „Í ljósi aðstæðna kemur upp sú spurning hvort sjómenn séu að fá rétt greitt fyrir fiskinn,“ segir Valmundur. „Samherjamálið hlýtur að hafa áhrif á viðræðurnar. Það skal ekki dæma neinn fyrr en sekt er sönnuð, en manni blöskrar ef þetta er svona. Í hugum margra sjómanna vakna spurningar um hvernig málum sé háttað hérna heima, hvort verið sé að stunda tvöfalda verðlagningu til dæmis. Við sjáum að í nágrannalöndunum er verið að borga nærri þrefalt hærra verð fyrir grunnsjávarfiskinn.“ Launakröfur og umræða um fiskverð verður efst á baugi að mati Valmundar. Þá segir hann sjómenn þá einu sem hafi ekki fengið leiðréttingu á lífeyrisgreiðslum. Viðbótarframlag í séreignasjóði sé tvö prósent hjá sjómönnum en ekki 3,5 prósent eins og annars staðar.Valmundur Valmundsson. Fréttablaðið/ErnirEitt af því sem steytir á er lengd slysa- og veikindabóta, sem eru tveir mánuðir. „Við töldum að við værum með sameiginlegan skilning en því hefur verið hafnað af útgerðarmönnum,“ segir Valmundur. Spurður hvort búist sé við hörðum deilum eða verkföllum segir hann að svo kunni að vera. „Það er alltaf hiti í sjómönnum þegar kjaramál eru rædd. Við erum að bíða eftir samþykktri veiðiáætlun frá SFS og í henni verður lokadagsetning til að vísa deilunni til sáttasemjara, sem verður þá vonandi fljótlega eftir áramót ef ekki semst.“ Nýlega var auknu vantrausti lýst yfir á þingi sambandsins á milli sjómanna og útgerða. Valmundur segir þetta óhjákvæmilega lita viðræðurnar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir ómögulegt að segja til um hvort samningar náist fljótt. „Viðræður hafa verið í gangi alveg frá því að við undirrituðum síðustu samninga. Þær hafa svo sem gengið vel en ég held að það sé of snemmt að segja til um hvenær vænta megi að aðilar nái saman um nýjan samning. Við erum á byrjunarstigi á formlegu ferli þar.“ Heiðrún hefur ekki orðið vör við aukið vantraust í samskiptum aðila. Úrskurðarnefnd taki á ágreiningsmálum um fiskverð. Of snemmt sé að segja til um hvort Samherjamálið hafi áhrif á viðræður. „Ég myndi telja það nokkuð langsótt að starfsemi eins fyrirtækis á erlendum vettvangi geti haft áhrif á kjaramál heillar atvinnugreinar hér heima.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Kjarasamningar sjómanna við útgerðarmenn renna út um mánaðamótin en þeir voru undirritaðir eftir 10 vikna verkföll vorið 2017. Formlegar viðræður eru ekki hafnar en nú er verið að skipa í samninganefnd Sjómannasambands Íslands. Utan sambandsins eru Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur sem semja sér. Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins, segir stefnuna hafa verið setta á formannafundi. Enn eigi eftir að móta kröfurnar en að nauðsynlegt sé að einfalda samningana sem séu gamlir í grunninn. „Í ljósi aðstæðna kemur upp sú spurning hvort sjómenn séu að fá rétt greitt fyrir fiskinn,“ segir Valmundur. „Samherjamálið hlýtur að hafa áhrif á viðræðurnar. Það skal ekki dæma neinn fyrr en sekt er sönnuð, en manni blöskrar ef þetta er svona. Í hugum margra sjómanna vakna spurningar um hvernig málum sé háttað hérna heima, hvort verið sé að stunda tvöfalda verðlagningu til dæmis. Við sjáum að í nágrannalöndunum er verið að borga nærri þrefalt hærra verð fyrir grunnsjávarfiskinn.“ Launakröfur og umræða um fiskverð verður efst á baugi að mati Valmundar. Þá segir hann sjómenn þá einu sem hafi ekki fengið leiðréttingu á lífeyrisgreiðslum. Viðbótarframlag í séreignasjóði sé tvö prósent hjá sjómönnum en ekki 3,5 prósent eins og annars staðar.Valmundur Valmundsson. Fréttablaðið/ErnirEitt af því sem steytir á er lengd slysa- og veikindabóta, sem eru tveir mánuðir. „Við töldum að við værum með sameiginlegan skilning en því hefur verið hafnað af útgerðarmönnum,“ segir Valmundur. Spurður hvort búist sé við hörðum deilum eða verkföllum segir hann að svo kunni að vera. „Það er alltaf hiti í sjómönnum þegar kjaramál eru rædd. Við erum að bíða eftir samþykktri veiðiáætlun frá SFS og í henni verður lokadagsetning til að vísa deilunni til sáttasemjara, sem verður þá vonandi fljótlega eftir áramót ef ekki semst.“ Nýlega var auknu vantrausti lýst yfir á þingi sambandsins á milli sjómanna og útgerða. Valmundur segir þetta óhjákvæmilega lita viðræðurnar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir ómögulegt að segja til um hvort samningar náist fljótt. „Viðræður hafa verið í gangi alveg frá því að við undirrituðum síðustu samninga. Þær hafa svo sem gengið vel en ég held að það sé of snemmt að segja til um hvenær vænta megi að aðilar nái saman um nýjan samning. Við erum á byrjunarstigi á formlegu ferli þar.“ Heiðrún hefur ekki orðið vör við aukið vantraust í samskiptum aðila. Úrskurðarnefnd taki á ágreiningsmálum um fiskverð. Of snemmt sé að segja til um hvort Samherjamálið hafi áhrif á viðræður. „Ég myndi telja það nokkuð langsótt að starfsemi eins fyrirtækis á erlendum vettvangi geti haft áhrif á kjaramál heillar atvinnugreinar hér heima.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira