Ragna Ingólfsdóttir er í 56. sæti styrkleikalista Alþjóða badmintonsambandsins í einliðaleik kvenna sem gefinn var út í dag.
Hún stefnir að því að vera í hópi efstu 50 badmintonkvenna í heiminum en eins og staðan er nú er útlitið ágætt hvað varðar þátttöku á Ólympíuleikunum.
Það er staða hennar á heimslistanum sem verður gefinn út 1. maí sem ræður því hvort hún fái að keppa í Peking í sumar.