Arion banki í bulli Tómas Guðbjartsson skrifar 9. maí 2020 14:26 Það er eins og Arion banka sé fyrirmunað að taka skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að kísilverinu í Helguvík. Nú hefur bankinn líst því yfir að hann vilji "blása lífi" í framkvæmdina og stækka verksmiðjuna umtalsvert. Þetta er gjörsamlega óskiljanleg ákvörðun og siðferðislega röng. Allir þekkja hörmunarsögu United Silicon, verksmiðjuhróaldi sem var plantað niður í Helguvík, nánast í íbúabyggð. Ekki nóg með að verksmiðjan væri sérlega ljót heldur gerði útblásturinn fjölda fólks, þar með talin börn, í Reykjanesbæ alvarlega veikt. Þetta reyndist svikamylla þar sem eftirlit brást algjörlega, eitthvað sem fjármögnunaraðilinn Arion banki getur ekki fyrrt sig ábyrgð á og hefur kostað bankann, lífeyrissjóði og kúnna hans tugi milljarða. Sem betur fer var verksmiðjunni lokað í september 2017 en síðan hefur bankinn reynt að selja óskapnaðinn úr landi. Skiljanlega er áhuginn á svona rusli takmarkaður og þvi hefur verðiið ítrekað verið fært niður í bókum bankans. En nú ætlar bankinn, sem fjármagnað hefur framkvæmdina að fullu, greinilega að nýta sér bágborið atvinnu ástandið í Reykjanesbæ vegna Covid-19 og ekki bara endurræsa heldur margfalda stærð verksmiðjunnar. Stækkuð mun verksmiðjan auka kolefnisspor Íslands um 10%! Ætla íbúar Reykjanesbæjar og Íslendingar að sætta sig við svona vinnubrögð? Arion banki kann greinilega ekki að skammast sín og gerir greinilega ráð fyrir að fólk og fyrirtæki haldi áfram viðskiptum við hann - óháð fjárfestingastefnu. Sem ég held að sé misskilningur árið 2020 - enda gullfiskaminnið ekki algjört. Á tyllidögum þykist Arionbanki nefnilega vera "umhverfisvænn banki" og á heimasíðu hans má lesa eftirfarandi: „Með því að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfið og minnka losun gróðurhúsalofttegunda styður Arion banki við þrettánda Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum (e. climate action). Einnig styður bankinn með aðgerðum sínum viðmið sjö til níu sem snúa að umhverfismálum í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja, UN Global Compact, en Arion banki hefur verið aðili að sáttmálanum frá árslokum 2016.“ Þessi orð eru greinilega hjóm og gjörsamlega úr takti við við slysið í Helguvík - sem virðist ætla að sigla í stórslys. Í þessu sambandi er vert að hafa hörmungarsögu kísilversins á Bakka í huga - en sú verksmiðja hefur verið í öndunarvél og á gjörgæslu síðastliðin misseri. Á Bakka er ekkert bóluefni í augsýn við kísiliðjuvírusnum frekar en í Helguvík - og fáránlegt að fjölga verksmiðjum á gjörgæslu. Gjörgæslupláss á að nota í annað - og heilsa fólks og umhverfi á alltaf að vera í forgangi. Höfundur er hjartaskurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson United Silicon Reykjanesbær Umhverfismál Íslenskir bankar Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Það er eins og Arion banka sé fyrirmunað að taka skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að kísilverinu í Helguvík. Nú hefur bankinn líst því yfir að hann vilji "blása lífi" í framkvæmdina og stækka verksmiðjuna umtalsvert. Þetta er gjörsamlega óskiljanleg ákvörðun og siðferðislega röng. Allir þekkja hörmunarsögu United Silicon, verksmiðjuhróaldi sem var plantað niður í Helguvík, nánast í íbúabyggð. Ekki nóg með að verksmiðjan væri sérlega ljót heldur gerði útblásturinn fjölda fólks, þar með talin börn, í Reykjanesbæ alvarlega veikt. Þetta reyndist svikamylla þar sem eftirlit brást algjörlega, eitthvað sem fjármögnunaraðilinn Arion banki getur ekki fyrrt sig ábyrgð á og hefur kostað bankann, lífeyrissjóði og kúnna hans tugi milljarða. Sem betur fer var verksmiðjunni lokað í september 2017 en síðan hefur bankinn reynt að selja óskapnaðinn úr landi. Skiljanlega er áhuginn á svona rusli takmarkaður og þvi hefur verðiið ítrekað verið fært niður í bókum bankans. En nú ætlar bankinn, sem fjármagnað hefur framkvæmdina að fullu, greinilega að nýta sér bágborið atvinnu ástandið í Reykjanesbæ vegna Covid-19 og ekki bara endurræsa heldur margfalda stærð verksmiðjunnar. Stækkuð mun verksmiðjan auka kolefnisspor Íslands um 10%! Ætla íbúar Reykjanesbæjar og Íslendingar að sætta sig við svona vinnubrögð? Arion banki kann greinilega ekki að skammast sín og gerir greinilega ráð fyrir að fólk og fyrirtæki haldi áfram viðskiptum við hann - óháð fjárfestingastefnu. Sem ég held að sé misskilningur árið 2020 - enda gullfiskaminnið ekki algjört. Á tyllidögum þykist Arionbanki nefnilega vera "umhverfisvænn banki" og á heimasíðu hans má lesa eftirfarandi: „Með því að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfið og minnka losun gróðurhúsalofttegunda styður Arion banki við þrettánda Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum (e. climate action). Einnig styður bankinn með aðgerðum sínum viðmið sjö til níu sem snúa að umhverfismálum í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja, UN Global Compact, en Arion banki hefur verið aðili að sáttmálanum frá árslokum 2016.“ Þessi orð eru greinilega hjóm og gjörsamlega úr takti við við slysið í Helguvík - sem virðist ætla að sigla í stórslys. Í þessu sambandi er vert að hafa hörmungarsögu kísilversins á Bakka í huga - en sú verksmiðja hefur verið í öndunarvél og á gjörgæslu síðastliðin misseri. Á Bakka er ekkert bóluefni í augsýn við kísiliðjuvírusnum frekar en í Helguvík - og fáránlegt að fjölga verksmiðjum á gjörgæslu. Gjörgæslupláss á að nota í annað - og heilsa fólks og umhverfi á alltaf að vera í forgangi. Höfundur er hjartaskurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar