ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. maí 2020 15:12 Ísland varð fullgildur meðlimur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í október 2016. Vísir/getty Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. Lögmaður hjá Öryrkjabandalaginu segir ólíðandi að ríkið dragi það að senda skýrsluna. Sýna þurfi málefninu meiri virðingu. Ísland varð fullgildur meðlimur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í október 2016. Í 35 grein samningsins segir að ríkið skuli senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks heildar skýrslu um stöðuna innan tveggja ára frá fullgildingu. Tilgreina á hvernig framkvæmdin gengur og hvað hafi verið gert til að innleiða sáttmálann efnislega. „Þetta hefði átt að berast til Sameinuðu þjóðanna núna 2018 og nú er komið 2020 þannig það er eitt og hálft ár rúmt síðan þetta hefði átt að fara út þannig við erum enn að bíða. Það sem kemur út úr þessu er í raun það sem við erum að bíða eftir. Við erum að bíða eftir að nefndin komi með ráðleggingar um það hvernig ríkið eigi að vinna. Við sjáum ákveðnar áskoranir í íslensku lagakerfi og erum að bíða eftir að geta sent okkar skýrslu til Sameinuðu þjóðanna svo þau geti komið með ábendingar um það hvað þarf að laga. Þannig við þurfum þetta endurspeiglun á íslensku lagakerfi við þennan samning og hver mánuður sem fer í svona lengingu í þessu finnst okkur vera ólíðandi og ríkið þarf að sýna þessu meiri virðingu og drífa þetta af,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Hann segir þetta vera hluta af stærra samhengi. Íslenska ríkið hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja réttindi fatlaðs fólks í alþjóðlegu samhengi. Það hafi til að mynda tekið ríkið meira en 10 ár að verða aðili að umræddum samningi. Þá sé enn beðið eftir fullgildingu bókunar við samninginn og fleiri bókunum. „Það er líka til bókun um samning sameinnuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem hefur ekki verið fullgilt. Svo er líka Marrakesh sáttmálinn sem fjallar um það að sjónskert og blint fólk fái aðgang að prentefni, hann hefur ekki verið fullgiltur,“ segir Sigurjón. Íslenska ríkið þurfi að bæta sig. „Þarna þarf íslenska ríkið bara að bæta sig töluvert og við höfum reynt að pressa á ákveðinn hluta af þessum málum sem við höfum verið með og það í raun þyrfti að gerast að ríkið færi í einhverja sókaráætlun í mannréttindum fatlaðs fólks og myndi teikna það upp hvað það er sem vantar og drífa í því að fullgilda þessa samninga,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður ÖBÍ. Félagsmál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. Lögmaður hjá Öryrkjabandalaginu segir ólíðandi að ríkið dragi það að senda skýrsluna. Sýna þurfi málefninu meiri virðingu. Ísland varð fullgildur meðlimur að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í október 2016. Í 35 grein samningsins segir að ríkið skuli senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks heildar skýrslu um stöðuna innan tveggja ára frá fullgildingu. Tilgreina á hvernig framkvæmdin gengur og hvað hafi verið gert til að innleiða sáttmálann efnislega. „Þetta hefði átt að berast til Sameinuðu þjóðanna núna 2018 og nú er komið 2020 þannig það er eitt og hálft ár rúmt síðan þetta hefði átt að fara út þannig við erum enn að bíða. Það sem kemur út úr þessu er í raun það sem við erum að bíða eftir. Við erum að bíða eftir að nefndin komi með ráðleggingar um það hvernig ríkið eigi að vinna. Við sjáum ákveðnar áskoranir í íslensku lagakerfi og erum að bíða eftir að geta sent okkar skýrslu til Sameinuðu þjóðanna svo þau geti komið með ábendingar um það hvað þarf að laga. Þannig við þurfum þetta endurspeiglun á íslensku lagakerfi við þennan samning og hver mánuður sem fer í svona lengingu í þessu finnst okkur vera ólíðandi og ríkið þarf að sýna þessu meiri virðingu og drífa þetta af,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Hann segir þetta vera hluta af stærra samhengi. Íslenska ríkið hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja réttindi fatlaðs fólks í alþjóðlegu samhengi. Það hafi til að mynda tekið ríkið meira en 10 ár að verða aðili að umræddum samningi. Þá sé enn beðið eftir fullgildingu bókunar við samninginn og fleiri bókunum. „Það er líka til bókun um samning sameinnuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem hefur ekki verið fullgilt. Svo er líka Marrakesh sáttmálinn sem fjallar um það að sjónskert og blint fólk fái aðgang að prentefni, hann hefur ekki verið fullgiltur,“ segir Sigurjón. Íslenska ríkið þurfi að bæta sig. „Þarna þarf íslenska ríkið bara að bæta sig töluvert og við höfum reynt að pressa á ákveðinn hluta af þessum málum sem við höfum verið með og það í raun þyrfti að gerast að ríkið færi í einhverja sókaráætlun í mannréttindum fatlaðs fólks og myndi teikna það upp hvað það er sem vantar og drífa í því að fullgilda þessa samninga,“ segir Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður ÖBÍ.
Félagsmál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent