Skjálfti 3,5 að stærð varð á Lokahrygg í Vatnajökli klukkan 00:41 í nótt.
Á vef Veðurstofunnar segir að skjálftinn hafi orðið um 15 kílómetra austur við Hamarinn.
„Honum fylgdi annar minni skjálfti af stærðinni M1,5 um tveimur mínútum síðar. Nokkur virkni hefur verið á svæðinu síðustu vikur en enginn merki eru um gosóróa,“ segir á vef Veðurstofunnar.