Enski boltinn

Cardiff steinlá á heimavelli

Lærisveinar Tony Pulis léku á als oddi þegar Crystal Palace vann sannfærandi sigur á Cardiff City í nýliðaslag í Wales.

Með tapinu féll Cardiff City í næstneðsta sæti deildarinnar og ljóst að fram undan er erfið fallbarátta hjá Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær, stjóra Cardiff.

Jason Puncheon kom gestunum yfir með góðu skoti í fyrri hálfleik en Joe Ledley, fyrrum leikmaður Cardiff, jók muninn með skoti af stuttu færi í þeim síðari. Puncheon innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki Crystal Palace.

Palace komst upp í fjórtánda sætið með sigrinum en liðið er með 34 stig, sjö stigum frá fallsæti.

Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Cardiff í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×