Menning

Flytur úr Öskjuhlíð vestur á Grandagarð

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þeir eru spekingslegir, Snorri Sturluson og félagar.
Þeir eru spekingslegir, Snorri Sturluson og félagar.
Sögusafnið, eða Saga Museum, er meðal vinsælla viðkomustaða erlendra ferðmanna sem heimsækja Reykjavík.

Frá opnun þess árið 2002 hefur það verið rekið í einum af hitaveitutönkunum í Öskjuhlíð.

Nú er safnið komið í stærra húsnæði á Grandagarði, næst Sjóminjasafninu, bátahöfninni og slippnum, nánar tiltekið í gamla Ellingsenhúsinu.

Safnið rekur sögu íslensku þjóðarinnar frá pöpum, Hrafna-Flóka og Ingólfi Arnarsyni gegnum árhundruð að aftöku Jóns Arasonar. Sýningin er átján sviðsmyndir í samtímahíbýlum atburða og þar í eru eðlilegar myndastyttur fólks í fatnaði hvers tíma í trúverðugri stærð.

Aðalhöfundur sýningarinnar er Ernst Backman sem endurgerði sögupersónur Íslandssögunnar og mótaði þær þannig að þær virðast af holdi og blóði.

Sviðssetningin er líka unnin af Ernst, fjölskyldu hans og dætrum. með aðstoð færustu vísindamanna og þjóðfræðinga.



Heimasíða safnsins er http://www.sagamuseum.is/








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.