Enski boltinn

Fulham heldur í vonina | Úrslit dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fulham sótti þrjú mikilvæg stig til Aston Villa í dag en nú er fimm leikjum nýlokið í ensku úrvalsdeildinni.

Hugo Rodallega tryggði Fulham 2-1 sigur á Villa með skallamarki á 86. mínútu en Kieran Richardson hafði komið Lundúnarliðinu yfir eftir markalausan fyrri hálfleik. Grant Holt jafnaði metin fyrir Aston Villa en það var ekki nóg.

Hull fór svo langt með að tryggja sæti sitt í deildinni með 1-0 sigri á Swansea á heimavelli. George Boyd skoraði eina mark leiksins með skalla á 39. mínútu eftir fyrirgjöf Liam Rosenior.

Swansea er enn í fallhættu en liðið er með 33 stig í fimmtánda sæti, sex stigum á undan Fulham sem er í átjánda sæti. Hull er hins vegar í tólfta sæti með 36 stig.

West Brom og Norwich koma svo næst á eftir Swansea með 32 stig en þessi lið áttust við í dag. Morgan Amalfitano tryggði West Brom stigin þrjú með góðu skoti í fyrri hálfleik.

Cardiff er í næstneðsta sætinu eftir 3-0 tap fyrir Crystal Palace í dag en liðið er með 26 stig, einu á eftir Fulham. Sunderland er svo neðst með 25 stig en á þrjá leiki til góða.

Þá vann Manchester United öruggan sigur á Newcastle, 4-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×